Björk í The Guardian: Ætlar ekki að rífast við „rednecks“ á Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 7. júní 2014 22:30 Biophilia-kennsluverkefnið hefur vakið athygli víða um heim. Myndir/Aðsendar Biophilia-kennsluverkefnið, sem þróað er af söngkonunni Björk Guðmundsdóttur, er til umfjöllunar í grein á vef breska blaðsins The Guardian í dag. Þar má einnig sjá nokkrar tilvitnanir úr væntanlegu viðtali The Observer, systurblaðs The Guardian, við Björk. Biophilia-verkefnið er viðamikið verkefni sem byggir á þátttöku fræðimanna, vísindamanna, listamanna, kennara og nemenda á öllum skólastigum. Það stefnir að því að nota sköpun sem menntunar- og rannsóknaraðferð þar sem náttúruvísindi, tónlist og tækni eru tengd saman á nýstárlegan hátt. Líkt og greint var frá nýverið, hafa íslensk stjórnvöld óskað eftir samstarfi við hin Norðurlöndin um að þróa verkefnið frekar. Til stendur að koma verkefninu á námsskrá í Norðurlöndunum. Frá þessu er sagt í greininni á The Guardian, en þar segir Björk frá því hvernig óformlegar tilraunir með Biophilia í kennslustofum á Íslandi hefur notið vinsælda. „Börn með athyglisbrest eða lesblindu kunna að meta verkefnið,“ segir Björk í viðtalinu, „vegna þess að það er brotthvarf frá dæmigerðu íslensku námsskránni. Því miður þýðir það að við þurfum að koma saman og búa til námsskrá, sem er mótsögn.“ Greinin segir einnig frá tónleikunum Stopp! Gætum garðsins sem fóru fram í Hörpu í mars síðastliðnum og voru haldnir í þágu íslenskrar náttúru, meðal annars á vegum Bjarkar. Um 35 milljónir íslenskra króna söfnuðust á tónleikunum. „Það þykir mikill peningur á Íslandi,“ segir Björk. Hún ítrekar þá áætlun aðstandenda tónleikanna að koma upp þjóðgarði á miðhálendinu. „Við höfum ákveðið að við ætlum að gera það. Í staðinn fyrir að rífast við „rednecks“ á Íslandi, ætlum við bara að gera það sjálf.“ Tengdar fréttir Björk og félagar hafa safnað 35 milljónum Á blaðamannafundi í Hörpuhorni í dag kom fram að aðstandendur Stopp Gætum garðsins! vilji árétta markmið og tilgang þeirra viðburða sem eiga sér stað í dag, þ.e.: Viðhafnarsýningar Noah í Sambíóunum Egilshöll og tónleikum í Eldborg. 18. mars 2014 15:34 Hittast vegna Biophilia-verkefnis Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia-kennsluverkefnið eitt af þeim. 16. maí 2014 21:00 Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Björk, Patti Smith, Lykke Li og fleiri koma fram á stórtónleikum í Hörpu í mars. 3. mars 2014 21:55 Plata Bjarkar verður ópera Óperu- og leikhúsið La Monnaie De Munt í Belgíu er nú með í bígerð óperu sem byggð er á plötunni Medúllu. 23. maí 2014 08:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Biophilia-kennsluverkefnið, sem þróað er af söngkonunni Björk Guðmundsdóttur, er til umfjöllunar í grein á vef breska blaðsins The Guardian í dag. Þar má einnig sjá nokkrar tilvitnanir úr væntanlegu viðtali The Observer, systurblaðs The Guardian, við Björk. Biophilia-verkefnið er viðamikið verkefni sem byggir á þátttöku fræðimanna, vísindamanna, listamanna, kennara og nemenda á öllum skólastigum. Það stefnir að því að nota sköpun sem menntunar- og rannsóknaraðferð þar sem náttúruvísindi, tónlist og tækni eru tengd saman á nýstárlegan hátt. Líkt og greint var frá nýverið, hafa íslensk stjórnvöld óskað eftir samstarfi við hin Norðurlöndin um að þróa verkefnið frekar. Til stendur að koma verkefninu á námsskrá í Norðurlöndunum. Frá þessu er sagt í greininni á The Guardian, en þar segir Björk frá því hvernig óformlegar tilraunir með Biophilia í kennslustofum á Íslandi hefur notið vinsælda. „Börn með athyglisbrest eða lesblindu kunna að meta verkefnið,“ segir Björk í viðtalinu, „vegna þess að það er brotthvarf frá dæmigerðu íslensku námsskránni. Því miður þýðir það að við þurfum að koma saman og búa til námsskrá, sem er mótsögn.“ Greinin segir einnig frá tónleikunum Stopp! Gætum garðsins sem fóru fram í Hörpu í mars síðastliðnum og voru haldnir í þágu íslenskrar náttúru, meðal annars á vegum Bjarkar. Um 35 milljónir íslenskra króna söfnuðust á tónleikunum. „Það þykir mikill peningur á Íslandi,“ segir Björk. Hún ítrekar þá áætlun aðstandenda tónleikanna að koma upp þjóðgarði á miðhálendinu. „Við höfum ákveðið að við ætlum að gera það. Í staðinn fyrir að rífast við „rednecks“ á Íslandi, ætlum við bara að gera það sjálf.“
Tengdar fréttir Björk og félagar hafa safnað 35 milljónum Á blaðamannafundi í Hörpuhorni í dag kom fram að aðstandendur Stopp Gætum garðsins! vilji árétta markmið og tilgang þeirra viðburða sem eiga sér stað í dag, þ.e.: Viðhafnarsýningar Noah í Sambíóunum Egilshöll og tónleikum í Eldborg. 18. mars 2014 15:34 Hittast vegna Biophilia-verkefnis Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia-kennsluverkefnið eitt af þeim. 16. maí 2014 21:00 Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Björk, Patti Smith, Lykke Li og fleiri koma fram á stórtónleikum í Hörpu í mars. 3. mars 2014 21:55 Plata Bjarkar verður ópera Óperu- og leikhúsið La Monnaie De Munt í Belgíu er nú með í bígerð óperu sem byggð er á plötunni Medúllu. 23. maí 2014 08:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Björk og félagar hafa safnað 35 milljónum Á blaðamannafundi í Hörpuhorni í dag kom fram að aðstandendur Stopp Gætum garðsins! vilji árétta markmið og tilgang þeirra viðburða sem eiga sér stað í dag, þ.e.: Viðhafnarsýningar Noah í Sambíóunum Egilshöll og tónleikum í Eldborg. 18. mars 2014 15:34
Hittast vegna Biophilia-verkefnis Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia-kennsluverkefnið eitt af þeim. 16. maí 2014 21:00
Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Björk, Patti Smith, Lykke Li og fleiri koma fram á stórtónleikum í Hörpu í mars. 3. mars 2014 21:55
Plata Bjarkar verður ópera Óperu- og leikhúsið La Monnaie De Munt í Belgíu er nú með í bígerð óperu sem byggð er á plötunni Medúllu. 23. maí 2014 08:30