Björk í The Guardian: Ætlar ekki að rífast við „rednecks“ á Íslandi Bjarki Ármannsson skrifar 7. júní 2014 22:30 Biophilia-kennsluverkefnið hefur vakið athygli víða um heim. Myndir/Aðsendar Biophilia-kennsluverkefnið, sem þróað er af söngkonunni Björk Guðmundsdóttur, er til umfjöllunar í grein á vef breska blaðsins The Guardian í dag. Þar má einnig sjá nokkrar tilvitnanir úr væntanlegu viðtali The Observer, systurblaðs The Guardian, við Björk. Biophilia-verkefnið er viðamikið verkefni sem byggir á þátttöku fræðimanna, vísindamanna, listamanna, kennara og nemenda á öllum skólastigum. Það stefnir að því að nota sköpun sem menntunar- og rannsóknaraðferð þar sem náttúruvísindi, tónlist og tækni eru tengd saman á nýstárlegan hátt. Líkt og greint var frá nýverið, hafa íslensk stjórnvöld óskað eftir samstarfi við hin Norðurlöndin um að þróa verkefnið frekar. Til stendur að koma verkefninu á námsskrá í Norðurlöndunum. Frá þessu er sagt í greininni á The Guardian, en þar segir Björk frá því hvernig óformlegar tilraunir með Biophilia í kennslustofum á Íslandi hefur notið vinsælda. „Börn með athyglisbrest eða lesblindu kunna að meta verkefnið,“ segir Björk í viðtalinu, „vegna þess að það er brotthvarf frá dæmigerðu íslensku námsskránni. Því miður þýðir það að við þurfum að koma saman og búa til námsskrá, sem er mótsögn.“ Greinin segir einnig frá tónleikunum Stopp! Gætum garðsins sem fóru fram í Hörpu í mars síðastliðnum og voru haldnir í þágu íslenskrar náttúru, meðal annars á vegum Bjarkar. Um 35 milljónir íslenskra króna söfnuðust á tónleikunum. „Það þykir mikill peningur á Íslandi,“ segir Björk. Hún ítrekar þá áætlun aðstandenda tónleikanna að koma upp þjóðgarði á miðhálendinu. „Við höfum ákveðið að við ætlum að gera það. Í staðinn fyrir að rífast við „rednecks“ á Íslandi, ætlum við bara að gera það sjálf.“ Tengdar fréttir Björk og félagar hafa safnað 35 milljónum Á blaðamannafundi í Hörpuhorni í dag kom fram að aðstandendur Stopp Gætum garðsins! vilji árétta markmið og tilgang þeirra viðburða sem eiga sér stað í dag, þ.e.: Viðhafnarsýningar Noah í Sambíóunum Egilshöll og tónleikum í Eldborg. 18. mars 2014 15:34 Hittast vegna Biophilia-verkefnis Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia-kennsluverkefnið eitt af þeim. 16. maí 2014 21:00 Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Björk, Patti Smith, Lykke Li og fleiri koma fram á stórtónleikum í Hörpu í mars. 3. mars 2014 21:55 Plata Bjarkar verður ópera Óperu- og leikhúsið La Monnaie De Munt í Belgíu er nú með í bígerð óperu sem byggð er á plötunni Medúllu. 23. maí 2014 08:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Biophilia-kennsluverkefnið, sem þróað er af söngkonunni Björk Guðmundsdóttur, er til umfjöllunar í grein á vef breska blaðsins The Guardian í dag. Þar má einnig sjá nokkrar tilvitnanir úr væntanlegu viðtali The Observer, systurblaðs The Guardian, við Björk. Biophilia-verkefnið er viðamikið verkefni sem byggir á þátttöku fræðimanna, vísindamanna, listamanna, kennara og nemenda á öllum skólastigum. Það stefnir að því að nota sköpun sem menntunar- og rannsóknaraðferð þar sem náttúruvísindi, tónlist og tækni eru tengd saman á nýstárlegan hátt. Líkt og greint var frá nýverið, hafa íslensk stjórnvöld óskað eftir samstarfi við hin Norðurlöndin um að þróa verkefnið frekar. Til stendur að koma verkefninu á námsskrá í Norðurlöndunum. Frá þessu er sagt í greininni á The Guardian, en þar segir Björk frá því hvernig óformlegar tilraunir með Biophilia í kennslustofum á Íslandi hefur notið vinsælda. „Börn með athyglisbrest eða lesblindu kunna að meta verkefnið,“ segir Björk í viðtalinu, „vegna þess að það er brotthvarf frá dæmigerðu íslensku námsskránni. Því miður þýðir það að við þurfum að koma saman og búa til námsskrá, sem er mótsögn.“ Greinin segir einnig frá tónleikunum Stopp! Gætum garðsins sem fóru fram í Hörpu í mars síðastliðnum og voru haldnir í þágu íslenskrar náttúru, meðal annars á vegum Bjarkar. Um 35 milljónir íslenskra króna söfnuðust á tónleikunum. „Það þykir mikill peningur á Íslandi,“ segir Björk. Hún ítrekar þá áætlun aðstandenda tónleikanna að koma upp þjóðgarði á miðhálendinu. „Við höfum ákveðið að við ætlum að gera það. Í staðinn fyrir að rífast við „rednecks“ á Íslandi, ætlum við bara að gera það sjálf.“
Tengdar fréttir Björk og félagar hafa safnað 35 milljónum Á blaðamannafundi í Hörpuhorni í dag kom fram að aðstandendur Stopp Gætum garðsins! vilji árétta markmið og tilgang þeirra viðburða sem eiga sér stað í dag, þ.e.: Viðhafnarsýningar Noah í Sambíóunum Egilshöll og tónleikum í Eldborg. 18. mars 2014 15:34 Hittast vegna Biophilia-verkefnis Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia-kennsluverkefnið eitt af þeim. 16. maí 2014 21:00 Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Björk, Patti Smith, Lykke Li og fleiri koma fram á stórtónleikum í Hörpu í mars. 3. mars 2014 21:55 Plata Bjarkar verður ópera Óperu- og leikhúsið La Monnaie De Munt í Belgíu er nú með í bígerð óperu sem byggð er á plötunni Medúllu. 23. maí 2014 08:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Björk og félagar hafa safnað 35 milljónum Á blaðamannafundi í Hörpuhorni í dag kom fram að aðstandendur Stopp Gætum garðsins! vilji árétta markmið og tilgang þeirra viðburða sem eiga sér stað í dag, þ.e.: Viðhafnarsýningar Noah í Sambíóunum Egilshöll og tónleikum í Eldborg. 18. mars 2014 15:34
Hittast vegna Biophilia-verkefnis Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia-kennsluverkefnið eitt af þeim. 16. maí 2014 21:00
Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Björk, Patti Smith, Lykke Li og fleiri koma fram á stórtónleikum í Hörpu í mars. 3. mars 2014 21:55
Plata Bjarkar verður ópera Óperu- og leikhúsið La Monnaie De Munt í Belgíu er nú með í bígerð óperu sem byggð er á plötunni Medúllu. 23. maí 2014 08:30