Innlent

Þrjár björgunarsveitir aðstoðuðu slasaða stúlku

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Stúlka slasaðist á fæti síðustu nótt, er hún var á göngu ásamt annarri stúlku í Kubbanum, ofan Holtahverfis innst í Skutulsfirði. Björgunarsveitin Ernir á Bolungarvík, Tindar í Hnífsdal og Björgunarfélag Ísafjarðar voru kallaðar út og fóru á staðinn á sérútbúnum jeppum og snjósleðum.

Í frétt á vef Landsbjargar segir að fyrsti björgunarsveitarmaðurinn hafi verið kominn á staðinn klukkustund eftir að útkall barst, eða um tvöleytið í nótt.

Nauðsynlegt var að flytja slösuðu stúlkuna nokkra leið í börum til móts við björgunarsveitabíl, sem var notaður til að flytja hana til byggða.

Yfir tuttugu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni, en henni lauk skömmu fyrir klukkan sex í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×