Innlent

Ökumaður á 154 km hraða við Hvolsvöll

Bjarki Ármannsson skrifar
Mikil umferð hefur verið við Hvolsvöll um helgina.
Mikil umferð hefur verið við Hvolsvöll um helgina.
Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði í morgun bifreið sem mældist á 154 kílómetra hraða á klukkustund. Að sögn Facebook-síðu embættisins var um að ræða erlendan ferðamann sem gaf þá skýringu að hann væri að verða of seinn í dagsferð á ótilgreindum ferðamannastað.

Ökumaðurinn ók framhjá mælingarpósti á nokkrum hraða og jók svo hraðan umtalsvert þegar framhjá var komið, samkvæmt frásögn lögreglu. Lögregla ók á eftir bílnum og þurfti að aka nokkurn spöl á þessum hraða. Ökumaður tók ekki eftir forgangsljósum og öðrum merkjum sem honum voru gefin og hélt ótrauðu áfram að taka framúr bifreiðum uns hann varð var við lögreglubifreiðina.

Brotið varðar 130.000 króna sekt og sviptingu ökuréttinda í einn mánuð. Á síðu Lögreglunnar á Hvolsvelli segir þó að umferð hafi gengið vel, en mikill straumur bifreiða á þar leið hjá um þessa helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×