Innlent

Leikskólakennarar, grunnskólastjórar og flugvirkjar funda á morgun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Einungis vika er í fyrirhugaða vinnustöðvun flugvirkja og því þyrfti að fara að styttast í vöfflur.
Einungis vika er í fyrirhugaða vinnustöðvun flugvirkja og því þyrfti að fara að styttast í vöfflur. Visir/pjetur
Samninganefndir leikskólakennara, skólastjóra grunnskóla og flugvirkja funda allar í húsakynnum ríkissáttasemjara á morgun.

Eins og Vísir hefur áður greint frá hafa flugvirkjar boðað sólarhringsverkfall að morgni 16. júní næstkomandi og ef ekki verður búið að leysa kjaradeilu þeirra við Icelandair fyrir þann tíma munu þeir hefja ótímabundið verkfall þann 19. júní. Icelandair hefur tilkynnt Kauphöllinni að flugáætlun félagsins muni raskast komi til verkfalls.

Leikskólakennarar munu einnig efna til vinnustöðvunar þann 19. júní næstkomandi, hafi ekki nást samningar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Yfirgnæfandi meirihluti leikskólakennara samþykkti vinnustöðvunina í atkvæðagreiðslu eða um 99 prósent þeirra sem greiddu atkvæði.

Samband íslenskra sveitarfélaga vísaði kjaradeilu Félags leikskólakennara inn á borð til ríkissáttasemjara þann 23. maí síðastliðinn. Grunnskólastjórar hafa ekki fyrirhugað að leggja niður störf að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×