„Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur“ Linda Blöndal skrifar 9. júní 2014 20:08 Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. Í tvígang hafa börn verið bitin. Meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg segir að fólk eigi alls ekki að koma nálægt dýrunum verði það þeirra vart. Í lok síðasta mánaðar var unglingspiltur bitinn til blóðs í fingurinn af rottu í Vesturbænum. Í gær sást rotta skokka á bökkum vesturbæjarlaugarinnar og sama dag var stúlka í Hlíðunum bitin af rottu.Ragnheiður Kolfinna Magnúsdóttir var bitinn af rottu í gær. „Ég prófaði að fara niður að skoða hana. Þá kom hún og beit mig,“ sagði Kolfinna. „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur.“ Þessi óvinsælu nagdýr finnast í ræsum um alla Reykjavíkurborg að undanskildum nýrri hverfum eins og Grafarvoginum. Gömul hverfi eru helst útsett fyrir rottugangi og tilfelli þar sem dýrin gera sér hreiður upp í risi finnast þar sem enginn er umgangur í gömlum húsum og ónýtar lagnir. „Þær finnast þar sem er bilun í skorplögnum og niðurfall opið eða slíkt. Þá er það ávísun upp á að þessi kvikyndi geta komið upp á yfirborðið,“ segir Ómar F. Dabney, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg. Allt eru þetta svokallaðar Brúnrottur, vanalega um tuttugu sentímetrar með fimmtán sentímetra langt skott og nokkuð gild miðað við hagamúsina. Hve hættulegt er þó að vera bitinn af rottu? „Það hefur ekki reynst mér banvænt,“ segir Ómar. „En ég hvet alla þá sem verða fyrir biti af þessu dýri að fara á slysadeild. Þar reikna ég með að þeir fái viðeigandi meðferð.“ „Ég hvet bara fólk, ef það er að sjá þessi dýr og ég tala nú ekki um að brýna fyrir börnum, að koma ekki nálægt þeim. Vegna þess að ef þú ert að teygja þig í þær, að reyna að klappa þeim eða koma við þær, þá bíta þær alveg pottþétt,“ segir Ómar sem sjálfur hefur ekki tölu á hve oft hann hefur verið bitinn. Það er ómögulegt að segja til um hve margar rottur eru í Reykjavíkurborg, en þessa dagana er verið að eitra fyrir þeim í holræsum. Þá sérstaklega á stöðum þar sem líkur eru á að lagnir séu ekki í lagi. Tengdar fréttir Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33 Sá rottu bíta barn „Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag. 8. júní 2014 21:07 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Rottur hafa undanfarið sýnt sig á óvenjulegum stöðum og hrellt fólk í borginni með stuttu millibili. Í tvígang hafa börn verið bitin. Meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg segir að fólk eigi alls ekki að koma nálægt dýrunum verði það þeirra vart. Í lok síðasta mánaðar var unglingspiltur bitinn til blóðs í fingurinn af rottu í Vesturbænum. Í gær sást rotta skokka á bökkum vesturbæjarlaugarinnar og sama dag var stúlka í Hlíðunum bitin af rottu.Ragnheiður Kolfinna Magnúsdóttir var bitinn af rottu í gær. „Ég prófaði að fara niður að skoða hana. Þá kom hún og beit mig,“ sagði Kolfinna. „Passið ykkur á rottunum, þær gætu bitið ykkur.“ Þessi óvinsælu nagdýr finnast í ræsum um alla Reykjavíkurborg að undanskildum nýrri hverfum eins og Grafarvoginum. Gömul hverfi eru helst útsett fyrir rottugangi og tilfelli þar sem dýrin gera sér hreiður upp í risi finnast þar sem enginn er umgangur í gömlum húsum og ónýtar lagnir. „Þær finnast þar sem er bilun í skorplögnum og niðurfall opið eða slíkt. Þá er það ávísun upp á að þessi kvikyndi geta komið upp á yfirborðið,“ segir Ómar F. Dabney, meindýraeyðir hjá Reykjavíkurborg. Allt eru þetta svokallaðar Brúnrottur, vanalega um tuttugu sentímetrar með fimmtán sentímetra langt skott og nokkuð gild miðað við hagamúsina. Hve hættulegt er þó að vera bitinn af rottu? „Það hefur ekki reynst mér banvænt,“ segir Ómar. „En ég hvet alla þá sem verða fyrir biti af þessu dýri að fara á slysadeild. Þar reikna ég með að þeir fái viðeigandi meðferð.“ „Ég hvet bara fólk, ef það er að sjá þessi dýr og ég tala nú ekki um að brýna fyrir börnum, að koma ekki nálægt þeim. Vegna þess að ef þú ert að teygja þig í þær, að reyna að klappa þeim eða koma við þær, þá bíta þær alveg pottþétt,“ segir Ómar sem sjálfur hefur ekki tölu á hve oft hann hefur verið bitinn. Það er ómögulegt að segja til um hve margar rottur eru í Reykjavíkurborg, en þessa dagana er verið að eitra fyrir þeim í holræsum. Þá sérstaklega á stöðum þar sem líkur eru á að lagnir séu ekki í lagi.
Tengdar fréttir Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33 Sá rottu bíta barn „Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag. 8. júní 2014 21:07 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Vesturbæjarlaug lokað vegna rottu Laugin er nú lokuð á meðan beðið er eftir meindýraeyði. 8. júní 2014 12:33
Sá rottu bíta barn „Þetta var ekki skemmtileg sjón,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og íbúi í Eskihlíðinni, sem sá rottu bíta barn í Hlíðarhverfinu í dag. 8. júní 2014 21:07