Innlent

Eldur í ísbirni á Laugavegi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Visir/Vilhelm
Eldur kom upp í nótt í ísbirninum sem margir þekkja og staðið hefur fyrir framan búð á Laugavegi um árabil.

Slökkvilliðið sendi allt tiltækt lið á vettvang enda hafði eldurinn náð að læsa sig í klæðningu hússins. Vel gekk þó að slökkva eldinn og koma í veg fyrir meira tjón. Ísbjörninn er þó illa farinn og líklegast ónýtur. Ekki er ljóst á þessari stundu með upptök eldsins og verður málið væntanlega sent til rannsóknar lögreglu.

Á sama tíma og útkallið var í gangi var síðan tilkynnt um mikinn svartan reyk í grennd við Grafarholtið. Í ljós kom að reykurinn stafaði frá dekkjum sem kveikt hafði verið í við Hádegismóa.

Að öðru leyti var nóttinn nokkuð erilsöm hjá sjúkraflutningamönnum og var farið í tuttugu og fimm flutninga. Það þykir nokkuð mikið á sunnudagsnóttu, en líta verður til þess að skemmtistaðir voru opnir eins og um helgi hefði verið að ræða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×