Innlent

Fimm hermenn Nato féllu í Afganistan

Vísir/AFP
Fimm Nato hermenn féllu í Afganistan í gær í suðurhluta landsins. Í tilkynningu frá talsmanni Nato í landinu sem barst í morgun er ekki greint nánar frá málavöxtum og ekki kemur fram hverrar þóðar mennirnir voru. Það sem af er ári hafa 36 Nato hermenn fallið í Afganistan, þar af átta í júnímánuði einum.

Mjög hefur dregið úr mannfalli hjá Nato í landinu enda er stærstur hluti herliðsins farinn heim á leið og er áætlað að allir hermenn sem ætlað er að taka þátt í bardögum verði farnir fyrir lok þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×