„Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júní 2014 09:21 „Ég held að þú viljir ekki vita mína upplifun af þessu,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í gær þegar umdeild skopmynd sem birtist af henni í Fréttablaðinu á kjördag barst í tal. Myndin sýndi oddvita allra framboðana í borginni og Sveinbjörgu íklædda Ku klux klan búningi en myndin birtist í kjölfar ummæla hennar um að vilja afturkalla lóð undir mosku til Félags Múslima á Íslandi. Hún segist hafa grátið þegar hún sá skopmyndina. „Og ég bara velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín,“ sagði Sveinbjörg sem segist hafa tekið myndbirtingu gífurlega nærri sér. „Þetta er ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni“. Henni þótti miður að múslimar skuli hafa verið dregnir inn í umræðuna eins og raun bar vitni. „Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“Umrædd skopmynd sem birtist á kjördag í Fréttablaðinu.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti framboðs flokksins í Reykjavík, undirstrikaði að moskumálið svokallaða hafi ekki verið úthugsað útspil fyrir kosningarnar og að það hafi einungis snúist um deiliskipulagsmál. Húsnæðisekla væri í borginni og henni þætti ekki við að hæfi að á þessari lóð í Sogmýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Aðspurð um hvort að hún héldi að flokkurinn hefði grætt á þessum ummælum oddvitans þegar uppi var staðið sagði Guðfinna sagði hún það ekki útilokað. Henni þætti líklegt að þessi fylgisaukning Framsóknar væri tilkomin vegna þess að fólki hafi verið ofboðið „það sem þær voru lentar í“ eins og hún komst að orði, ekki vegna þess að orðræða þeirra höfðaði til rasista. Sveinbjörg bætti við að umræðan í kjölfar ummæla hennar hafi verið á villigötum, boðskapur framboðs hennar hafi verið skýr. „Þeir sem taka upp hjá sér í dag að fara að twitta, skrifa á Facebook og koma með greinar þar sem snúið út úr þessu, þau ummæli hljóta að dæma sig sjálf. Því við erum búin að leggja spilin á borðið, við viljum vinna að það skapist sátt í samfélaginu,“ sagði Sveinbjörg undir lok viðtalsins. Það má sjá hér að ofan. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Ég held að þú viljir ekki vita mína upplifun af þessu,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík í viðtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á Stöð 2 í gær þegar umdeild skopmynd sem birtist af henni í Fréttablaðinu á kjördag barst í tal. Myndin sýndi oddvita allra framboðana í borginni og Sveinbjörgu íklædda Ku klux klan búningi en myndin birtist í kjölfar ummæla hennar um að vilja afturkalla lóð undir mosku til Félags Múslima á Íslandi. Hún segist hafa grátið þegar hún sá skopmyndina. „Og ég bara velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað á Íslandi áfram með börnin mín,“ sagði Sveinbjörg sem segist hafa tekið myndbirtingu gífurlega nærri sér. „Þetta er ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni“. Henni þótti miður að múslimar skuli hafa verið dregnir inn í umræðuna eins og raun bar vitni. „Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Mér finnst þetta alveg hræðilegt. Þetta hefur snúist upp í bara hreinan viðbjóð þessi umræða og það hefur aldrei verið ætlunin hjá okkur að þessi umræða færi á þessa leið.“Umrædd skopmynd sem birtist á kjördag í Fréttablaðinu.Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipaði annað sæti framboðs flokksins í Reykjavík, undirstrikaði að moskumálið svokallaða hafi ekki verið úthugsað útspil fyrir kosningarnar og að það hafi einungis snúist um deiliskipulagsmál. Húsnæðisekla væri í borginni og henni þætti ekki við að hæfi að á þessari lóð í Sogmýri risi nokkurt bænahús, hvorki moska né kirkja. Aðspurð um hvort að hún héldi að flokkurinn hefði grætt á þessum ummælum oddvitans þegar uppi var staðið sagði Guðfinna sagði hún það ekki útilokað. Henni þætti líklegt að þessi fylgisaukning Framsóknar væri tilkomin vegna þess að fólki hafi verið ofboðið „það sem þær voru lentar í“ eins og hún komst að orði, ekki vegna þess að orðræða þeirra höfðaði til rasista. Sveinbjörg bætti við að umræðan í kjölfar ummæla hennar hafi verið á villigötum, boðskapur framboðs hennar hafi verið skýr. „Þeir sem taka upp hjá sér í dag að fara að twitta, skrifa á Facebook og koma með greinar þar sem snúið út úr þessu, þau ummæli hljóta að dæma sig sjálf. Því við erum búin að leggja spilin á borðið, við viljum vinna að það skapist sátt í samfélaginu,“ sagði Sveinbjörg undir lok viðtalsins. Það má sjá hér að ofan.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira