Innlent

Innbrot um allan bæ

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Alls voru átta innbrot og rán tilkynnt á höfuðborgarsvæðinu.
Alls voru átta innbrot og rán tilkynnt á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Anton
Lögreglan átti erilsaman vinnudag í gær, en alls var tilkynnt um átta innbrot og þjófnaði úr vesturbæ og austurbæ Reykjavíkur, sem og úr Kópavogi.

Afbrotin voru öll tilkynnt á sex klukkustunda tímabili.

Í Vesturbænum var lögreglu tilkynnt um þjófnað í verslun, en einnig voru framin tvö innbrot og stolið var úr bíl.

Í Austurbænum var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr sameign fjölbýlishúss.

Í Kópavogi var lögreglu gert viðvart um að þvotti hefði verið stolið úr þvottahúsi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×