Innlent

Iceland Travel hlaut SMITTY-verðlaunin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Íslenska ferðaskrifstofan Iceland Travel hlaut hin virtu SMITTY-verðlaun sem veitt eru árlega af bandaríska ferðatímaritinu Travel + Leisure.

Verðlaunin fékk ferðaskrifstofan fyrir markaðsstarf á samfélagsmiðlinum Vine í flokki sem ber yfirskriftina besta notkun á nýjum miðli en smáforritið Vine kom fyrst á markað í byrjun síðasta árs.

Jafntefli var í þessum flokki og deilir Iceland Travel því verðlaununum með hótelkeðjunni Shangri-La Hotels & Resorts sem var verðlaunuð fyrir framúrskarandi herferð á Weibo, stærsta samfélagsmiðli Kína.

Iceland Travel er dótturfélag Icelandair Group en þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirtækið vinnur til verðlauna. Ferðaskrifstofan var til að mynda heiðruð á árlegu skemmtiferðaskiparáðstefnunni Cruise Shipping Miami árið 2011 fyrir að vera einn af tíu bestu ferðaskipuleggjendum í heiminum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×