Fleiri fréttir

Bjarni landaði vænni hrygnu á rauðan Francis

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra landaði vænni hrygnu í Brotinu í Norðurá í morgun. Hrygnan, sem mældist 78cm grálúsug og spegilgljáandi tók rauðan Francis. Nokkrum mínútum áður hafði Sigurður Sigfússon, bróðir Einars Sigfússonar leigutaka árinnar, landað fyrsta laxi sumarsins.

Ferðir seldar í lokað friðland

Ferðir eru auglýstar og seldar inn í Friðland að Fjallabaki þrátt fyrir lokanir á hálendinu. Skemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Lögregla hyggur á eftirlit á landi og úr lofti vegna brotanna.

Virða akstursbann að vettugi

Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir.

Missa allt að 20 kíló á 12 vikum

Of feitar konur sem glíma við ófrjósemi munu svelta sig undir stjórn fagfólks í tólf vikur vegna rannsóknar á vegum Art Medica.

Vonin skiptir öllu

„Það skiptir öllu að hafa von.“ Þetta segir afganski flóttamaðurinn sem fór í tíu daga hungurverkfall í apríl, en nú er orðið ljóst að honum verður ekki vísað frá Íslandi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar eins og áður hafi verið úrskurðað um.

„Þetta kemur okkur á óvart“

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar, telur Sjálfstæðisflokkinn hafa stöðvað hugmyndir Bjartrar framtíðar um samstarf allra flokka í Hafnarfirði.

Beiðni Pírata hafnað

Kjörstjórn Hafnarfjarðar hefur hafnað beiðni Pírata um endurtalningu atkvæða, eins og óskað var eftir.

Lögreglan lýsir eftir Agnesi Helgu

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Agnesi Helgu Sigurpálsdóttur. Síðast er vitað um ferðir hennar í Hafnarfirði í gær klukkan 16:00.

Salmann kærir líflátshótanir

Salmann Tamimi trúarleiðtogi múslima á Íslandi hefur lagt fram kæri til lögreglunnar vegna ummæla við frétt Vísis um byggingu mosku.

Ágreiningsmál koma upp í fjölmenningarsamfélögum

Eygló Harðardóttir sagði fjölmiðla þurfa að axla ábyrgð, þegar fjallað væri um aðra menningarheima: „Sú sýn til dæmis sem við erum að sjá á aðra menningarheima getur verið ansi neikvæð.“

Beiðni um endurtalningu atkvæða hafnað

Fulltrúi kjörstjórnar hefur tilkynnt Pírötum að hægt verði að senda beiðni um endurtalningu atkvæða Samfylkingar og Pírata, en að kjörstjórnin muni ekki samþykkja algjöra endurtalningu.

Spá 20 stiga hita

Sól og blíða eru framundan, einkum inn til landsins, og stefnir í hlýja hvítasunnuhelgi og kjöraðstæður fyrir tjaldútilegu, samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar.

Sækja nýliðafundi í ráðhúsinu

Nýkjörnir borgarfulltrúar og varamenn hafa verið boðaðir á eins konar nýliðafund í ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku. Þar verður starfsemin kynnt fyrir þeim.

Hægt að flytja tréð en árangur óviss

Garðyrkjustjóri segir tæknilega hægt að flytja silfurreyninn við Grettisgötu 17 sem fyrirhugað er að víki vegna hótelbyggingar. Best væri að tréð fengi að standa þar sem það er. Álmi við Aðalstræti var bjargað þegar byggt var hótel þar.

Sjá næstu 50 fréttir