Innlent

Kæra vegna veislusals skáta barst allt of seint

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Samkomusalur skátafélagsins Vífils er of nálægt segja nágrannar.
Samkomusalur skátafélagsins Vífils er of nálægt segja nágrannar. Fréttablaðið/Vlhelm
Kæru frá nágrönnum vegna útleigu á veitingasal í húsi skátafélagsins Vífils í Garðabæ var vísað frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Kært var að heilbrigðisnefnd hefði árið 2009 veitt leyfi fyrir félagsheimili og veislusal aðeins 30 til 40 metrum frá svefnherbergisgluggum.

„Kæran barst rúmlega rúmlega tveimur og hálfu ári eftir að leyfið var gefið út og tæpum átta mánuðum frá því að ákvörðun þess efnis að starfsleyfið yrði ekki afturkallað var tilkynnt,“ segir úrskurðarnefndin, sem kvað kæruna of seint fram komna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×