Innlent

Beiðni Pírata hafnað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kjörstjórn Hafnarfjarðar hefur hafnað beiðni Pírata um endurtalningu atkvæða, eins og óskað var eftir.

Píratar í Hafnarfirði óskuðu eftir endurtalningu á atkvæðunum síðastliðinn mánudag, en aðeins munaði sex atkvæðum á oddvita flokksins, Brynjari Guðnasyni og Öddu Maríu Jóhannsdóttur, þriðja manni Samfylkingarinnar.

Formaður kjörstjórnar, Jóna Ósk Guðjónsdóttir kallaði til fundarins og hófst hann árla morguns. Brynjari var þó tilkynnt fyrir fundinn að beiðni um algjöra endurtalningu atkvæða yrði hafnað, en að hægt væri að senda beiðni um endurtalningu atkvæða Samfylkingarinnar og Pírata.

Í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar segir að kjörstjórn hafi úrskurðað um gildi vafaatkvæða við lok talningar 1.júní. Athugasemdir hafi ekki verið gerðar um gildi vafaatkvæða að öðru leyti en því að umboðsmenn Pírata mótmæltu úrskurði á einu atkvæði, sem var fært til bókar. Það atkvæði hins vegar ekki fallið Pírötum í skaut hefði það verið úrskurðað gilt.

Þá segir jafnframt að í lögum um kosningar til sveitarstjórnar er ekki að finna heimild fyrir kjörstjórn til að endurtelja og endurúrskurða vafaatkvæði eftir að niðurstaða kosninga hefur verið kunngjörð og bókuð án athugasemda umboðsmenna. Það því sögðu taldi kjörstjórn ekki grundvöll fyrir því að verða við fyrirliggjandi beiðni Pírata.


Tengdar fréttir

Beiðni um endurtalningu atkvæða hafnað

Fulltrúi kjörstjórnar hefur tilkynnt Pírötum að hægt verði að senda beiðni um endurtalningu atkvæða Samfylkingar og Pírata, en að kjörstjórnin muni ekki samþykkja algjöra endurtalningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×