Hatursfull umræða gegn múslimum Snærós Sindradóttir skrifar 5. júní 2014 00:01 Vísir/HAG Opinber umræða á Íslandi hefur oft einkennst af öfgafullum staðalímyndum um múslima. Þeir sem tjá sig steypa öllum múslimum í sama form og svo virðist sem ótti ríki við uppgang múslima í heiminum. Hér á eftir fara nokkur ummæli um múslima í opinberri umræðu: „Múslimar eru að dreifa sér um heiminn og við eigum að halda þeim í skefjum“Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, 10. júlí 2013 í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Múslimar koma frá öðrum heimi, þetta eru tveir ólíkir heimar og það þýðir ekkert að blanda þeim saman, þeir eiga bara að fá að vera í friði hvor fyrir öðrum.“Guðmundur Franklín, 12. september 2011 í viðtali við DV.Saga múslima á Íslandi. Smella má á myndina til að sjá hana stærri.„Menning kristinna manna og múslima er með öllu ósættanleg og verður alltaf.“Ársæll Þórðarson í grein í Morgunblaðinu 20. desember 2013. „Múslimar í Svíþjóð eru 95 prósent á Féló og eru til vandræða, nauðga sænskum stúlkum, fremja heiðursmorð, brenna bíla, leikskóla, skóla, hælisleitendur, ræna gamla fólkið og fólk í hjólastólum.“Óskar Bjarnason 3. júní 2014 á Facebook-síðunni Mótmælum mosku á Íslandi. „Íslam er einungis að litlu leyti trú, en réttara er að lýsa því sem heildstæðu kúgandi pólitísku stjórnkerfi sem tekur til allra þátta mannlífsins… Að halda að jihad muni ekki fylgja moskum á Íslandi er hreinn og beinn barnaskapur.“Ásgeir Ægisson í grein í Morgunblaðinu 10. ágúst 2013. Súnnítar á Íslandi í tveimur félögum Bæði trúfélög múslima á Íslandi aðhyllast súnní-sið en súnnítar skipa mikinn meirihluta múslima í heiminum. Ágreiningur á milli trúfélaganna tveggja er því ekki beint trúarlegs eðlis. Salmann Tamimi, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, hefur látið hafa eftir sér að Menningarsetur múslima á Íslandi séu öfgafyllri samtök en Félag múslima á Íslandi. „Ég þurfti að senda þá frá félaginu okkar því ég þoli ekki neikvæðni. Við erum bjartsýnisfólk og ef það er eitthvað að þá leysum við það en ekki með neinni neikvæðni,“ segir Salmann um forsvarsmenn Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi.Vísir/VilhelmSvínshöfuð til vanhelgunar Þann 27. nóvember í fyrra dreifðu óprúttnir aðilar blóðugum svínshöfðum á lóðina við Sogamýri sem Félagi múslima á Íslandi hafði verið úthlutað undir mosku. Einnig var rifnum blaðsíðum úr Kóraninum dreift og rauðri málningu eða blóði slett á þær. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hirtu svínshöfuðin og blaðsíðurnar og förguðu þeim, að viðstaddri lögreglu. Í kjölfarið steig maður fram í fjölmiðlum og lýsti sig, og þrjá aðra menn, ábyrga fyrir dreifingunni. Hann var í kjölfarið kallaður í skýrslutöku. Lögregla segir nú að ekkert hafi komið út úr rannsókn málsins og það hafi aldrei verið sent ákærusviði lögreglunnar. Málinu er því lokið án þess að niðurstaða fáist í það eða einhver verði sóttur til saka. Tengdar fréttir Hættu við að lýsa yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Stjórn ungra Framsóknarmanna birti í gærkvöldi harðorða ályktun þar sem lýst er yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. Yfirlýsingin var fjarlægð skömmu síðar og engir hlutaðeigandi hafa látið ná í sig í morgun til að gefa skýringar á málinu. 29. maí 2014 13:42 Moskuandstæðingar lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn Mikið líf hefur færst í Facebook-hópinn "Mótmælum mosku á Íslandi“ en þeir sem þar eru þakka sér góðan árangur Framsóknarflokks í nýafstöðnum kosningum. 3. júní 2014 13:26 Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Forsætisráðherra er andvigur byggingu mosku í Sogamýri en telur að múslimar eigi að fá að byggja sitt bænahús ef það fellur að umhverfinu. 1. júní 2014 14:10 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 „Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“ Lögregla hefur lokað Svínshausamálinu. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa málið en sá sem gaf sig fram á sínum tíma hótar frekari aðgerðum og segir þungavigtarmenn að baki; lögmenn og lögreglumenn. 5. júní 2014 10:42 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Opinber umræða á Íslandi hefur oft einkennst af öfgafullum staðalímyndum um múslima. Þeir sem tjá sig steypa öllum múslimum í sama form og svo virðist sem ótti ríki við uppgang múslima í heiminum. Hér á eftir fara nokkur ummæli um múslima í opinberri umræðu: „Múslimar eru að dreifa sér um heiminn og við eigum að halda þeim í skefjum“Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, 10. júlí 2013 í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Múslimar koma frá öðrum heimi, þetta eru tveir ólíkir heimar og það þýðir ekkert að blanda þeim saman, þeir eiga bara að fá að vera í friði hvor fyrir öðrum.“Guðmundur Franklín, 12. september 2011 í viðtali við DV.Saga múslima á Íslandi. Smella má á myndina til að sjá hana stærri.„Menning kristinna manna og múslima er með öllu ósættanleg og verður alltaf.“Ársæll Þórðarson í grein í Morgunblaðinu 20. desember 2013. „Múslimar í Svíþjóð eru 95 prósent á Féló og eru til vandræða, nauðga sænskum stúlkum, fremja heiðursmorð, brenna bíla, leikskóla, skóla, hælisleitendur, ræna gamla fólkið og fólk í hjólastólum.“Óskar Bjarnason 3. júní 2014 á Facebook-síðunni Mótmælum mosku á Íslandi. „Íslam er einungis að litlu leyti trú, en réttara er að lýsa því sem heildstæðu kúgandi pólitísku stjórnkerfi sem tekur til allra þátta mannlífsins… Að halda að jihad muni ekki fylgja moskum á Íslandi er hreinn og beinn barnaskapur.“Ásgeir Ægisson í grein í Morgunblaðinu 10. ágúst 2013. Súnnítar á Íslandi í tveimur félögum Bæði trúfélög múslima á Íslandi aðhyllast súnní-sið en súnnítar skipa mikinn meirihluta múslima í heiminum. Ágreiningur á milli trúfélaganna tveggja er því ekki beint trúarlegs eðlis. Salmann Tamimi, fyrrverandi formaður Félags múslima á Íslandi, hefur látið hafa eftir sér að Menningarsetur múslima á Íslandi séu öfgafyllri samtök en Félag múslima á Íslandi. „Ég þurfti að senda þá frá félaginu okkar því ég þoli ekki neikvæðni. Við erum bjartsýnisfólk og ef það er eitthvað að þá leysum við það en ekki með neinni neikvæðni,“ segir Salmann um forsvarsmenn Menningarmiðstöðvar múslima á Íslandi.Vísir/VilhelmSvínshöfuð til vanhelgunar Þann 27. nóvember í fyrra dreifðu óprúttnir aðilar blóðugum svínshöfðum á lóðina við Sogamýri sem Félagi múslima á Íslandi hafði verið úthlutað undir mosku. Einnig var rifnum blaðsíðum úr Kóraninum dreift og rauðri málningu eða blóði slett á þær. Starfsmenn Reykjavíkurborgar hirtu svínshöfuðin og blaðsíðurnar og förguðu þeim, að viðstaddri lögreglu. Í kjölfarið steig maður fram í fjölmiðlum og lýsti sig, og þrjá aðra menn, ábyrga fyrir dreifingunni. Hann var í kjölfarið kallaður í skýrslutöku. Lögregla segir nú að ekkert hafi komið út úr rannsókn málsins og það hafi aldrei verið sent ákærusviði lögreglunnar. Málinu er því lokið án þess að niðurstaða fáist í það eða einhver verði sóttur til saka.
Tengdar fréttir Hættu við að lýsa yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Stjórn ungra Framsóknarmanna birti í gærkvöldi harðorða ályktun þar sem lýst er yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. Yfirlýsingin var fjarlægð skömmu síðar og engir hlutaðeigandi hafa látið ná í sig í morgun til að gefa skýringar á málinu. 29. maí 2014 13:42 Moskuandstæðingar lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn Mikið líf hefur færst í Facebook-hópinn "Mótmælum mosku á Íslandi“ en þeir sem þar eru þakka sér góðan árangur Framsóknarflokks í nýafstöðnum kosningum. 3. júní 2014 13:26 Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Forsætisráðherra er andvigur byggingu mosku í Sogamýri en telur að múslimar eigi að fá að byggja sitt bænahús ef það fellur að umhverfinu. 1. júní 2014 14:10 Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02 „Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“ Lögregla hefur lokað Svínshausamálinu. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa málið en sá sem gaf sig fram á sínum tíma hótar frekari aðgerðum og segir þungavigtarmenn að baki; lögmenn og lögreglumenn. 5. júní 2014 10:42 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Hættu við að lýsa yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Stjórn ungra Framsóknarmanna birti í gærkvöldi harðorða ályktun þar sem lýst er yfir fullkomnu vantrausti á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjarnardóttur, oddvita flokksins í Reykjavík. Yfirlýsingin var fjarlægð skömmu síðar og engir hlutaðeigandi hafa látið ná í sig í morgun til að gefa skýringar á málinu. 29. maí 2014 13:42
Moskuandstæðingar lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn Mikið líf hefur færst í Facebook-hópinn "Mótmælum mosku á Íslandi“ en þeir sem þar eru þakka sér góðan árangur Framsóknarflokks í nýafstöðnum kosningum. 3. júní 2014 13:26
Sigmundur Davíð um íslensk stjórnmál: „Mjög fáir sem þora að segja eitthvað ögrandi“ Forsætisráðherra er andvigur byggingu mosku í Sogamýri en telur að múslimar eigi að fá að byggja sitt bænahús ef það fellur að umhverfinu. 1. júní 2014 14:10
Dagur hugsi yfir útspili Framsóknarflokksins Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er sammála Framsóknarmönnum um að ekki eigi að gefa lóðir undir trúfélög í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson er hugsi yfir útspili Framsóknar. 29. maí 2014 20:02
„Þessi moska kemur aldrei til með að rísa!“ Lögregla hefur lokað Svínshausamálinu. Sverrir Agnarsson telur lögreglu ekki hafa haft nokkurn áhuga á að leysa málið en sá sem gaf sig fram á sínum tíma hótar frekari aðgerðum og segir þungavigtarmenn að baki; lögmenn og lögreglumenn. 5. júní 2014 10:42