Innlent

Skorað á Jón Gnarr að fara í forsetaframboð

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/valli
Jón Gnarr mun láta af starfi borgarstjóra um miðjan júní en nú hefur verið stofnuð Facebook-síða þar sem skorað er á Jón að bjóða sig fram til forseta.

Næstu forsetakosningar verða árið 2016 eða eftir rúmlega tvö ár. Rúmlega sextánhundruð manns hafa líkað við síðuna „Áskorun á Jón Gnarr að bjóða sig fram sem forseta Íslands“ á Facebook.

Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið forseti Íslands frá árinu 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×