Píratar mæla ekki með rafrænum þingkosningum Snærós Sindradóttir skrifar 5. júní 2014 00:01 Helgi Hrafn, þingmaður Pírata, bendir á að ekki sé hægt að tryggja að fólk sé ekki beitt þrýstingi þegar það kýs á internetinu, heima hjá sér. Fréttablaðið/GVA Það er ekki stefna Pírata að teknar verði upp rafrænar kosningar í stærri atkvæðagreiðslum svo sem sveitarstjórnarkosningum og alþingiskosningum. „Það er ástæða fyrir því að við Píratar höfum ekki verið að kalla eftir því að internetið sé notað til að kjósa til Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Grundvallargallinn við kosningar um alvarleg málefni á internetinu er sá að það er ekki hægt að tryggja það að kjósandinn sé einsamall við tölvuna,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þar með tekur hann undir varnaðarorð Hauks Arnþórssonar, doktors í rafrænni stjórnsýslu, sem gagnrýndi rafrænar kosningar í Fréttablaðinu í gær. „Þegar það eru til dæmis alþingiskosningar eða kosningar um kvótakerfið þá er óhugsandi að ætlast til þess af fólki að það standist þann félagslega þrýsting sem óhjákvæmilega myndast,“ segir Helgi Hrafn. Helgi segir að rafrænar kosningar geti þó nýst til minniháttar ákvarðana. „Ég tel ekki að rafrænar kosningar geti tekið við af hefðbundnum kosningum í bili. Að því sögðu geta þær hentað fyrir ýmsa hluti, innra málefnastarf, prófkjör eða ákvarðanir sem varða ekki mikla hagsmuni.“ Helgi segir að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. „Mælikvarðinn er hversu mikinn tíma og hversu mikla peninga kostar að brjóta þau. En sú regla á ekki bara við um hugbúnað. Það er ekki til það kosningakerfi sem ekki er hægt að svindla á með einhverjum hætti.“ Undir þetta tekur Smári McCarthy, starfandi sérfræðingur í upplýsingaöryggi. „Helsta vandamálið er að það er ekki til neitt kosningakerfi í dag sem er bæði sannreynanlegt og ekki er hægt að tengja við kjósandann. Pappírskosningar eru ótengjanlegar að jafnaði, en kjósandinn getur ekki verið öruggur með að atkvæðið hafi skilað sér rétt því leyndin er mikil. Við gerum okkur upp sannreynanleika með því að setja nógu mikið af nógu ólíku fólki inn í ferlið og vona að það komist upp um allt svindl.“73% landsmanna fylgjandi rafrænum kosningum Í áður óbirtri könnun MMR fyrir Auðkenni kemur fram að 73 prósent telja mikinn eða mjög mikinn ávinning fylgja því að geta kosið á netinu. Könnunin var gerð í lok árs 2012. Mestur stuðningur við rafrænar kosningar var í aldurshópnum 50 til 54 ára, eða 80 prósent. Minnstur er stuðningurinn í aldurshópnum 18 til 19 ára, 59,3 prósent.Horft til rafrænna kosninga í EistlandiÁ Íslandi hafa stjórnvöld litið til reynslu Eistlands af rafrænum kosningum sem nær aftur til ársins 2005. Ný skýrsla fræðimanna við Háskólann í Michigan gagnrýnir framkvæmdina og segir meðal annars: „Það eru margar leiðir fyrir hið opinbera, góða hakkara eða óheiðarlega aðila sem starfa við kerfið til að fella eistneska kosningakerfið. Slík árás gæti breytt atkvæðum og haft áhrif á niðurstöðu kosninga.“ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Það er ekki stefna Pírata að teknar verði upp rafrænar kosningar í stærri atkvæðagreiðslum svo sem sveitarstjórnarkosningum og alþingiskosningum. „Það er ástæða fyrir því að við Píratar höfum ekki verið að kalla eftir því að internetið sé notað til að kjósa til Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Grundvallargallinn við kosningar um alvarleg málefni á internetinu er sá að það er ekki hægt að tryggja það að kjósandinn sé einsamall við tölvuna,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Þar með tekur hann undir varnaðarorð Hauks Arnþórssonar, doktors í rafrænni stjórnsýslu, sem gagnrýndi rafrænar kosningar í Fréttablaðinu í gær. „Þegar það eru til dæmis alþingiskosningar eða kosningar um kvótakerfið þá er óhugsandi að ætlast til þess af fólki að það standist þann félagslega þrýsting sem óhjákvæmilega myndast,“ segir Helgi Hrafn. Helgi segir að rafrænar kosningar geti þó nýst til minniháttar ákvarðana. „Ég tel ekki að rafrænar kosningar geti tekið við af hefðbundnum kosningum í bili. Að því sögðu geta þær hentað fyrir ýmsa hluti, innra málefnastarf, prófkjör eða ákvarðanir sem varða ekki mikla hagsmuni.“ Helgi segir að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt. „Mælikvarðinn er hversu mikinn tíma og hversu mikla peninga kostar að brjóta þau. En sú regla á ekki bara við um hugbúnað. Það er ekki til það kosningakerfi sem ekki er hægt að svindla á með einhverjum hætti.“ Undir þetta tekur Smári McCarthy, starfandi sérfræðingur í upplýsingaöryggi. „Helsta vandamálið er að það er ekki til neitt kosningakerfi í dag sem er bæði sannreynanlegt og ekki er hægt að tengja við kjósandann. Pappírskosningar eru ótengjanlegar að jafnaði, en kjósandinn getur ekki verið öruggur með að atkvæðið hafi skilað sér rétt því leyndin er mikil. Við gerum okkur upp sannreynanleika með því að setja nógu mikið af nógu ólíku fólki inn í ferlið og vona að það komist upp um allt svindl.“73% landsmanna fylgjandi rafrænum kosningum Í áður óbirtri könnun MMR fyrir Auðkenni kemur fram að 73 prósent telja mikinn eða mjög mikinn ávinning fylgja því að geta kosið á netinu. Könnunin var gerð í lok árs 2012. Mestur stuðningur við rafrænar kosningar var í aldurshópnum 50 til 54 ára, eða 80 prósent. Minnstur er stuðningurinn í aldurshópnum 18 til 19 ára, 59,3 prósent.Horft til rafrænna kosninga í EistlandiÁ Íslandi hafa stjórnvöld litið til reynslu Eistlands af rafrænum kosningum sem nær aftur til ársins 2005. Ný skýrsla fræðimanna við Háskólann í Michigan gagnrýnir framkvæmdina og segir meðal annars: „Það eru margar leiðir fyrir hið opinbera, góða hakkara eða óheiðarlega aðila sem starfa við kerfið til að fella eistneska kosningakerfið. Slík árás gæti breytt atkvæðum og haft áhrif á niðurstöðu kosninga.“
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent