Innlent

Nýr meirihluti í Fjarðabyggð kynntur síðar í dag

Meirihlutinn hélt velli í Fjarðabyggð og hyggur á frekara samstarf.
Meirihlutinn hélt velli í Fjarðabyggð og hyggur á frekara samstarf. vísir/vilhelm
FjarðabyggðÁframhaldandi meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verður að óbreyttu tilkynnt síðdegis í dag. Þetta segir Jens Garðar Helgason, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.

Hann gerir einnig ráð fyrir að Páll Björgvin Guðmundsson haldi áfram sem óháður bæjarstjóri.

Jens segir einhvern áherslumun verða hjá meirihlutanum milli kjörtímabila í ljósi bættrar afkomu bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×