Innlent

Þrumur, eldingar og haglél á Suðurlandi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Visir/Magnús Hlynur
Miklar þrumur og nokkrar eldingar hafa komið á Suðurlandi eftir hádegi og gríðarleg rigning hefur verið á svæðinu. Á tímabili kom haglél.

„Ég hef sjaldan eða aldrei upplifað eins mikil læti eins og hafa verið í þrumunum, það er eins og himininn sé bókstaflega að rifna. Þá komu hvít haglél á tíma, þetta er magnað á þessum árstíma. Mér sýnist að bændur séu ekki alveg að fara að hefja slátt í þessu veðri,“ segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Selfossi.

Í samtali við Vísi segir veðurfræðingur á Veðurstofunni að þetta sé líklega fyrsta „alvöru þrumuveður“ sumarsins.

Ástæðan fyrir þessum veðurbrigðum er óstöðugt loft yfir Suðurlandi, innskot af köldu lofti hefur orðið ofarlega í lofthjúpnum sem blandast hefur heitu lofti yfir landinu með fyrrgreindum afleiðingum. Í skýjunum sem urðu til við þessar aðstæður, sem kölluð eru háreist skúraský, geta oft myndast aðstæður fyrir eldingar og haglél eins og raunin varð á Suðurlandi.

Magnús Hlynur tók meðfylgjandi myndir.

Visir/Magnús Hlynur
Visir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×