Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 16:17 Andri Ólafsson er upplýsingafulltrúi Landspítalans. Samsett Segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut er komið í lag eftir að skúringavél festist við tækið. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan viðgerðinni stóð en hún kostaði um tólf milljónir króna. Það var um miðjan júní þegar starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi spítalans með skúrningabúnað meðferðis. Slíkt tæki hefur segulsvið þrjú hundruð til sex hundruð sterkara en ísskápasegull og dró skúringabúnaðinn að sér. Segulómtækið var óstarfhæft í einn mánuð en komst í lag þann 13. júlí. Tækið var aftur tekið í notkun daginn eftir, 14. júlí, samkvæmt skriflegu svari Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Kostnaður, eins og staðan sé núna, við viðgerðina sé um tólf milljónir króna. Það sem tók lengstan tíma var sending á þúsund lítrum af helíni sem þurfti að panta að utan. Helínið er notað til að laga slík tæki en til þess að slökkva á segulómtæki er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. „Skúringavélin var losuð af segulómtækinu nokkrum dögum eftir atvikið og svo tveimur dögum eftir að helín kom til landsins var tækið komið í lag. Segulómtækið skemmdist ekki og hefur allt gengið ljómandi vel eftir að tækið og starfsemin komst í samt lag.“ Geislafræðingar settir á kvöldvaktir og sjúklingar fluttir á milli Landspítalinn hefur alls þrjú segulómtæki til afnota á höfuðborgarsvæðinu, tvö þeirra á Landspítalanum í Fossvogi og það umrædda sem er á Hringbraut. Andri segir að fresta þurfti ákveðnum rannsóknum á meðan viðgerðinni stóð þar sem ekki var hægt að framkvæma þær rannsóknir á segulómtækjunum í Fossvogi. „Allar bráðarannsóknir og rannsóknir sem hægt var að framkvæma í Fossvogi voru framkvæmdar á kvöldvöktum í Fossvogi. Þannig náðist að koma í veg fyrir að atvikið hefði veruleg áhrif á biðlistana,“ segir hann. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan tækið var óvirkt, til að mynda á vöktum starfsfólks og innliggjandi sjúklingum. Geislafræðingar sem áttu að vinna dagvaktir á Hringbraut voru færðir á kvöldvaktir á spítalanum í Fossvogi. Þá þurfti að flytja sjúklinga sem lágu inni á Hringbraut yfir í Fossvog til að framkvæma rannsóknir og tímasetja þær vandlega svo allar tímabókanir gengju upp. „Þetta ástand skapaði álag til dæmis skjólstæðinga, geislafræðinga á segulómtækjunum, móttökuritara Myndgreiningardeildarinnar og hjá sjúkraflutningunum. Við erum mjög þakklát fyrir að flest allir höfðu skilning á öllu raskinu sem varð,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að þegar slík atvik komi upp að fara yfir alla verkferla sem koma að segulómtækjum Landspítalans. Nú séu það einungis geislafræðingar sem hafa leyfi til að aflæsa hurðinni inn í rannsóknarherbergið og þurfa fræðingarnir að bíða þar til búið er að þrífa herbergið. Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Það var um miðjan júní þegar starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi spítalans með skúrningabúnað meðferðis. Slíkt tæki hefur segulsvið þrjú hundruð til sex hundruð sterkara en ísskápasegull og dró skúringabúnaðinn að sér. Segulómtækið var óstarfhæft í einn mánuð en komst í lag þann 13. júlí. Tækið var aftur tekið í notkun daginn eftir, 14. júlí, samkvæmt skriflegu svari Andra Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Landspítalans. Kostnaður, eins og staðan sé núna, við viðgerðina sé um tólf milljónir króna. Það sem tók lengstan tíma var sending á þúsund lítrum af helíni sem þurfti að panta að utan. Helínið er notað til að laga slík tæki en til þess að slökkva á segulómtæki er helín losað út í andrúmsloftið til þess að slökkva á rafsegulsviði þess. „Skúringavélin var losuð af segulómtækinu nokkrum dögum eftir atvikið og svo tveimur dögum eftir að helín kom til landsins var tækið komið í lag. Segulómtækið skemmdist ekki og hefur allt gengið ljómandi vel eftir að tækið og starfsemin komst í samt lag.“ Geislafræðingar settir á kvöldvaktir og sjúklingar fluttir á milli Landspítalinn hefur alls þrjú segulómtæki til afnota á höfuðborgarsvæðinu, tvö þeirra á Landspítalanum í Fossvogi og það umrædda sem er á Hringbraut. Andri segir að fresta þurfti ákveðnum rannsóknum á meðan viðgerðinni stóð þar sem ekki var hægt að framkvæma þær rannsóknir á segulómtækjunum í Fossvogi. „Allar bráðarannsóknir og rannsóknir sem hægt var að framkvæma í Fossvogi voru framkvæmdar á kvöldvöktum í Fossvogi. Þannig náðist að koma í veg fyrir að atvikið hefði veruleg áhrif á biðlistana,“ segir hann. Nokkuð rask varð á starfseminni á meðan tækið var óvirkt, til að mynda á vöktum starfsfólks og innliggjandi sjúklingum. Geislafræðingar sem áttu að vinna dagvaktir á Hringbraut voru færðir á kvöldvaktir á spítalanum í Fossvogi. Þá þurfti að flytja sjúklinga sem lágu inni á Hringbraut yfir í Fossvog til að framkvæma rannsóknir og tímasetja þær vandlega svo allar tímabókanir gengju upp. „Þetta ástand skapaði álag til dæmis skjólstæðinga, geislafræðinga á segulómtækjunum, móttökuritara Myndgreiningardeildarinnar og hjá sjúkraflutningunum. Við erum mjög þakklát fyrir að flest allir höfðu skilning á öllu raskinu sem varð,“ segir Andri. Hann segir mikilvægt að þegar slík atvik komi upp að fara yfir alla verkferla sem koma að segulómtækjum Landspítalans. Nú séu það einungis geislafræðingar sem hafa leyfi til að aflæsa hurðinni inn í rannsóknarherbergið og þurfa fræðingarnir að bíða þar til búið er að þrífa herbergið.
Landspítalinn Tengdar fréttir Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30 Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22 Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Skúringatæki pikkfast utan á eina segulómtækinu á Hringbraut Starfsmaður í ræstingum fór fyrir mistök inn í segulómherbergi með skúringabúnað á Landspítalanum við Hringbraut þar sem segulómtæki sem er með segulsvið 300 til 600 sinnum sterkara en ísskápasegull sogaði skúringabúnaðinn að sér og er hann nú pikkfastur utan á vélinni. Vélin er sú eina á spítalanum. 13. júní 2025 15:30
Skúringabúnaðurinn laus af segulómtækinu en ástand þess óljóst Tekist hefur að losa skúringatæki sem legið hefur pikkfast utan á segulómtæki á Landspítalanum við Hringbraut. Ræstingarmaður fór fyrir mistök inn í segulómherbergið með skúringatækið sem gert er úr málmi og flaug þar af leiðandi ansi skyndilega utan á tækið. 19. júní 2025 15:22
Hafa enga hugmynd hve lengi segulómstækið verður ónothæft Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki. 13. júní 2025 17:24