Innlent

„Fannst við hæfi að hafa hana hvíthærða með rauðan kraga“

Samúel Karl Ólason skrifar
Bjarni Benediktsson birti í kvöld mynd af flugu sem hann hnýtti. Hann sagði að honum hefði þótt við hæfi að hafa hana hvíthærða með rauðum kraga og silfur í búknum.

Bjarni sagði að hann vantaði nafn á fluguna og eru margir sem gera athugasemd við myndina á þeirri skoðun að hún eigi að heita Jóhanna.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjáflstæðisflokksins, segir að flugan eigi að heita Friðarspillir og að það verði örugglega gaman að kasta henni í hylinn með sökklínu.

Flugan er augljóslega skot á Jóhönnu Sigurðardóttir sem spurði að því í morgun á Facebook hvort Bjarni og Sigmundur Davíð hefðu enga siðferðiskennd. Vísaði hún til þess að Bjarni og Sigmundur munu opna Norðurá í Borgarfirði í fyrramálið og siðareglur ríkisstjórnar Íslands.

Hvorki Bjarni né Sigmundur ætla þó að vera lengi á staðnum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×