Innlent

Eitt sveitarfélag frá Búðardal til Hólmavíkur?

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Verða Reykhólar miðpunktur sameinaðs sveitarfélags frá Dölum norður á Strandir?
Verða Reykhólar miðpunktur sameinaðs sveitarfélags frá Dölum norður á Strandir? Fréttablaðið/Jón Sigurður
„Íbúar Dalabyggðar virðast fúsari til sameiningar við annað eða önnur sveitarfélög en íbúar Reykhólahrepps,“ segir í frétt á vefsíðu Reykhólahrepps.

Vitnað er til skoðanakönnunar sem var gerð jafnhliða kosningunum í Dalabyggð eins og einnig var gert í Reykhólahreppi þar sem naumur meirihluti vill skoða sameiningu.

Í Dalabyggð sögðust um 60 prósent vilja kanna áhuga nágrannasveitarfélaga á sameiningu. Af þeim bentu 62 prósent á sameiningu við annaðhvort Reykhólahrepp einan eða Reykhólahrepp ásamt Strandabyggð á Ströndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×