Innlent

Sækja nýliðafundi í ráðhúsinu

Freyr Bjarnason skrifar
Framsókn og flugvallarvinir fengu tvo borgarfulltrúa kjörna. Hvorugur hefur verið í borgarstjórn áður.
Framsókn og flugvallarvinir fengu tvo borgarfulltrúa kjörna. Hvorugur hefur verið í borgarstjórn áður. Vísir/Daníel
Nýkjörnir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, hafa verið boðaðar á eins konar nýliðafund í ráðhúsi Reykjavíkur í næstu viku ásamt öðru nýju borgarstjórnarfólki og varamönnum. Þar verður starfsemin kynnt fyrir þeim.

Framsókn hefur ekki verið í borgarstjórn síðustu fjögur ár og hefur því ekki átt fulltrúa í nefndum og ráðum sem manna þarf á næstunni.

„Þó svo að við höfum ekki verið í borgarstjórn áður þá er þetta ekki alveg nýtt fyrir okkur. Við erum vanar nefndarstörfum í gegnum vinnu okkar sem lögmenn,“ segir Guðfinna Jóhanna.

Þá eru Píratar í fyrsta sinn í borgarstjórn. „Maður þarf alveg á þessu að halda,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, sem var í öðru sæti á lista Pírata í Reykjavík.

Starfið í nefndunum og ráðunum leggst vel í hann. „Þetta verður ótrúlega spennandi að fá að taka þátt í þessu starfi með þessu fína fólki. Við erum ofsalega spennt og gríðarlega jákvæð fyrir þessu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×