Innlent

„Þetta kemur okkur á óvart“

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Gunnar Axel er oddviti Samfylkingarinnar.
Gunnar Axel er oddviti Samfylkingarinnar.
Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, segir það koma sér á óvart að Björt Framtíð og Sjálfstæðisflokkur séu í meirihlutaviðræðum í Hafnarfirði.

Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði í samtali við Vísi í gær að hún vildi að allir flokkarnir í bæjarstjórn myndu starfa saman.

„Já þetta kemur okkur á óvart. Við höfum ekki verið boðin á fund að ræða okkar aðkomu og því kemur á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð séu í meirihlutavirðæðum. Við gerum ekki athugasemd við þetta, en eins og ég segi, þetta kemur okkur á óvart.“

Gunnar segir að bæjarstjórnin í Hafnarfirði hafi lengi starfað mikið þverpólitískt. Í ofanálag hefur Gunnar viðrað þær hugmyndir að veita Framsókarflokknum og Pírötum fulltrúa í nefndum bæjarins. „Þeir sem fylgdust bara með kosningabaráttunni hafa kannski haldið að hér í Hafnarfirði hafi ekki verið samstarf á milli flokkanna. En það er ekki þannig. Við erum mjög vön að vinna þverpólitískt.

Gunnar segir að hann hafi búist við því að Björt Framtíð myndi leggja fram tillögur um samstarf allra flokka í bæjarstjórn. „Málflutningur Guðlaugar og þeirra hjá Bjartri framtíð fyrir kosningar gaf það til kynna að þau vildu samstarf á breiðum grunni. Þetta er ekkert ósvipað því sem við höfum talað fyrir og við vorum því sammála þeim í þessu og vildum láta reyna á þetta. En ég veit ekki af hverju þetta hefur verið slegið af borðinu án þess að það sé einu sinni reynt að setjast niður. Okkur er sagt að þetta hafi steytt á skeri. En hvaða sker það er...Það er náttúrulega Sjálfstæðisflokkurinn,“ segir Gunnar Axel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×