Ferðir seldar í lokað friðland Svavar Hávarðsson skrifar 5. júní 2014 07:00 Að fjallabaki. Mynd/Umhverfisstofnun Akstursbann inn í Friðland að Fjallabaki er virt að vettugi þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir á ökutækjum inn á svæðið þrátt fyrir lögboðið bann. Umhverfisstofnun birti í gær á Facebook-síðu friðlandsins yfirlýsingu þar sem segir að að gefnu tilefni minni svæðalandvörður á Suðurlandi á að Friðland að Fjallabaki er nú lokað fyrir vélknúinni umferð. „Sárt er til þess að vita að menn vanvirði þessa lokun, og selji jafnvel ferðir inn á svæðið. Slíkar ferðir leiða iðulega til aksturs utan vega, sem í öllum tilfellum er lögbrot,“ segir þar.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem þar hélt á penna ætlar það engum að vinna skemmdir viljandi á sérstæðri náttúru svæðisins og líklega við fáa aðila að sakast. Aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Hún segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að á stuttum tíma í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö heimasíður fyrirtækja þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að í kjölfar tilkynningar Umhverfisstofnunar, og í ljósi þess að hálendið er allt meira og minna lokað, verði reynt að fara í sérstakt eftirlit á svæðinu, þ.á.m. úr lofti um helgina í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Sveinn á erfitt með að trúa því að ferðaþjónustan geri út á lokuð svæði á hálendinu þó það virðist raunin, en hann vill beina því til fólks að virða lokanir enda séu þær ekki settar á að ástæðulausu. Tengdar fréttir Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Akstursbann inn í Friðland að Fjallabaki er virt að vettugi þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru viðvarandi vandamál. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir á ökutækjum inn á svæðið þrátt fyrir lögboðið bann. Umhverfisstofnun birti í gær á Facebook-síðu friðlandsins yfirlýsingu þar sem segir að að gefnu tilefni minni svæðalandvörður á Suðurlandi á að Friðland að Fjallabaki er nú lokað fyrir vélknúinni umferð. „Sárt er til þess að vita að menn vanvirði þessa lokun, og selji jafnvel ferðir inn á svæðið. Slíkar ferðir leiða iðulega til aksturs utan vega, sem í öllum tilfellum er lögbrot,“ segir þar.Ingibjörg EiríksdóttirIngibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sem þar hélt á penna ætlar það engum að vinna skemmdir viljandi á sérstæðri náttúru svæðisins og líklega við fáa aðila að sakast. Aðstæður hljóti þó að vera öllum ljósar sem á annað borð þekkja til. Hún segir að gróðurskemmdir á svæðinu sé í sumum tilfellum hægt að laga, en það eigi ekki alltaf við. „Sumt af þessu er ekki hægt að laga og tekur ár eða áratugi að jafna sig, og það er vandinn sem við erum að glíma við ár eftir ár,“ segir Ingibjörg sem hefur gert lögreglunni á Hvolsvelli viðvart um hvers kyns er. Hún bætir við að á stuttum tíma í gær hafi hún með stuttri leit á netinu fundið sjö heimasíður fyrirtækja þar sem verið var að selja ferðir inn í Landmannalaugar ýmist allt árið eða frá 1. júní; allt á þeim tíma þegar er lokað,“ segir Ingibjörg. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að í kjölfar tilkynningar Umhverfisstofnunar, og í ljósi þess að hálendið er allt meira og minna lokað, verði reynt að fara í sérstakt eftirlit á svæðinu, þ.á.m. úr lofti um helgina í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Sveinn á erfitt með að trúa því að ferðaþjónustan geri út á lokuð svæði á hálendinu þó það virðist raunin, en hann vill beina því til fólks að virða lokanir enda séu þær ekki settar á að ástæðulausu.
Tengdar fréttir Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Virða akstursbann að vettugi Akstursbann inn á Friðland að Fjallabaki er að engu haft þrátt fyrir lokanir og upplýsingagjöf. Gróðurskemmdir vegna utanvegaaksturs eru miklar. Fyrirtæki auglýsa og selja ferðir þrátt fyrir lögboðnar lokanir. 5. júní 2014 07:00