Nákvæmasta myndin af sögu alheimsins Bjarki Ármannsson skrifar 4. júní 2014 15:20 Myndin sýnir um tíu þúsund vetrarbrautir, sem allar hafa að geyma hundruð milljarða stjarna. Mynd/NASA Þessi magnaða mynd er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið af þróunarsögu alheimsins, en hún var tekin af Hubble-stjörnusjónaukanum á tímabilinu 2003 til 2013. Hún hefur vakið mikla athygli áhugamanna um himinhvolfið, meðal annars hér á Íslandi. „Þegar þú horfir út í geiminn, þá horfir þú alltaf aftur í tímann,“ segir Sævar Helgi Bragason hjá Stjörnufræðivefnum. „Þetta er eins og að horfa á bíómynd og sjá alla rammana langt aftur. Á þessari mynd sjáum við vetrarbrautir sem eru misþróaðar, bara eftir því hvað þær eru gamlar.“ Hann bendir á að margar stjarnanna í mörgum þeirra sólkerfa sem sjást á myndinni eru löngu horfnar. Þær eru hinsvegar í svo langri fjarlægð frá okkur að ljósið frá þeim er enn að berast til Jarðar. „Þær vetrarbrautir sem eru lengst í burtu á myndinni eru kannski tíu milljarða ljósára í burtu, sem urðu til aðeins örfáum hundruðum milljónum ára eftir Miklahvell.“Getur sagt okkur gríðarlega mikið Myndin sýnir um tíu þúsund vetrarbrautir, sem allar hafa að geyma hundruð milljarða stjarna. Sævar undirstrikar hins vegar að þetta er aðeins agnarsmár hluti af öllu himinhvolfinu. „Ef þú tekur títuprón og heldur á honum í útréttri hendi, þá nær myndin yfir jafnstórt svæði og er á bakvið títuprjónshausinn. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað allt himinhvolfið geymir margar vetrarbrautir.“ Að sögn Sævars getur myndin getur sagt okkur gríðarlega mikið um þróunarsöguna, meðal annars hvernig okkar vetrarbraut myndaðist. „Þetta gefur okkur býsna góða hugmynd um það hvernig heimurinn okkar hefur þróast, hvernig vetrarbrautir hafa þróast og hvernig stjörnur hafa þróast.“ Fyrir utan það hvað myndin gæti gagnast okkur í að fræðast um heiminn sem við búum í, hefur hún líka óneitanlega nokkurt fagurfræðilegt gildi. „Þetta er náttúrulega bara glæsileg mynd,“ segir Sævar. „Þetta er einhver litríkasta mynd sem Hubble hefur tekið af þróunarsögu alheimsins.“ Nánar má lesa um myndina og tilurð hennar í grein Stjörnufræðivefsins. Hér fyrir neðan er myndband Evrópsku geimrannsóknarstöðinnar þar sem myndin er skoðuð betur. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Þessi magnaða mynd er sú nákvæmasta sem tekin hefur verið af þróunarsögu alheimsins, en hún var tekin af Hubble-stjörnusjónaukanum á tímabilinu 2003 til 2013. Hún hefur vakið mikla athygli áhugamanna um himinhvolfið, meðal annars hér á Íslandi. „Þegar þú horfir út í geiminn, þá horfir þú alltaf aftur í tímann,“ segir Sævar Helgi Bragason hjá Stjörnufræðivefnum. „Þetta er eins og að horfa á bíómynd og sjá alla rammana langt aftur. Á þessari mynd sjáum við vetrarbrautir sem eru misþróaðar, bara eftir því hvað þær eru gamlar.“ Hann bendir á að margar stjarnanna í mörgum þeirra sólkerfa sem sjást á myndinni eru löngu horfnar. Þær eru hinsvegar í svo langri fjarlægð frá okkur að ljósið frá þeim er enn að berast til Jarðar. „Þær vetrarbrautir sem eru lengst í burtu á myndinni eru kannski tíu milljarða ljósára í burtu, sem urðu til aðeins örfáum hundruðum milljónum ára eftir Miklahvell.“Getur sagt okkur gríðarlega mikið Myndin sýnir um tíu þúsund vetrarbrautir, sem allar hafa að geyma hundruð milljarða stjarna. Sævar undirstrikar hins vegar að þetta er aðeins agnarsmár hluti af öllu himinhvolfinu. „Ef þú tekur títuprón og heldur á honum í útréttri hendi, þá nær myndin yfir jafnstórt svæði og er á bakvið títuprjónshausinn. Þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvað allt himinhvolfið geymir margar vetrarbrautir.“ Að sögn Sævars getur myndin getur sagt okkur gríðarlega mikið um þróunarsöguna, meðal annars hvernig okkar vetrarbraut myndaðist. „Þetta gefur okkur býsna góða hugmynd um það hvernig heimurinn okkar hefur þróast, hvernig vetrarbrautir hafa þróast og hvernig stjörnur hafa þróast.“ Fyrir utan það hvað myndin gæti gagnast okkur í að fræðast um heiminn sem við búum í, hefur hún líka óneitanlega nokkurt fagurfræðilegt gildi. „Þetta er náttúrulega bara glæsileg mynd,“ segir Sævar. „Þetta er einhver litríkasta mynd sem Hubble hefur tekið af þróunarsögu alheimsins.“ Nánar má lesa um myndina og tilurð hennar í grein Stjörnufræðivefsins. Hér fyrir neðan er myndband Evrópsku geimrannsóknarstöðinnar þar sem myndin er skoðuð betur.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent