Fleiri fréttir

Stórslasaðist er hún féll á steikarhníf

Áhöldunum í uppþvottavélinni sem stúlkan féll á var snúið þannig að oddhvassir hlutir snéru upp. Hnífurinn skarst fjóra sentímetra inn í bak stúlkunnar, rétt neðan við vinstra herðablað, og var skurðurinn rúmir tveir sentímetrar á breidd.

Orð Páls Magnússonar vekja undrun

„Það má ekki hafa skírskotunina of þrönga, þetta heitir almanna-þjónustuútvarp, þetta er ekki fámanna-þjónustuútvarp," sagði Páll Magnússon, útvarpsstjóri í Sprengisandi í morgun og velta margir fyrir sér hvort hann hafi þar með tilkynnt um stefnubreytingu Ríkisútvarpsins þvert á lög.

Eldur í húsi í Vestmannaeyjum

Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði við Boðaslóð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út rétt upp úr klukkan 21

Eigum að geta gert miklu betur

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi segir Íslendinga þurfa skilgreind markmið til að bæta úr námsárangri.

Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks

Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf.

Ekki búist við að snjórinn fari alveg

Búast má við skúr eftir klukkan 14 á höfuðborgarsvæðinu í dag og svo éljagangi þegar líður á kvöldið. Núna er suðaustan átt og slydda og rigning.

Barn fékk stungusár á Selfossi

Tíu ára stúlka fékk hníf í gegnum bakið í gærkvöldi. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um það um níu leytið í gærkvöldi.

Kanna hvort símar Alþingis voru hleraðir

Sérfræðingar á vegum Alþingis rannsaka nú hvort símar þingsins hafi verið hleraðir um fjögurra mánaða skeið árin 2009 og 2010, en á vefsíðunni Wired.com er greint frá því að Wikileaks hafi haft slíkar hljóðupptökur undir höndum. Ef gögnin eru raunveruleg er um lögbrot að ræða, en talsmaður Wikileaks segist ekkert kannast þau.

Útfararstemning yfir flashmob í Smáralind

Tónlistarfólk úr öllum áttum safnaðist saman klukkan hálf fimm í Smáralind í dag og söng saman lagið Heyr himnasmiður, til þess að mótmæla niðurskurðinum á RÚV.

"Glerperlur og eldvatn“

Framkvæmdastjórn ESB var innan lagaheimilda við að draga til baka IPA-styrki, samkvæmt gildandi reglum. Utanríkisráðherra furðaði sig á ákvörðun framkvæmda-stjórnarinnar að draga þá til baka en kallaði þessa sömu styrki glerperlur og eldvatn í þingræðu og sagði að Ísland hefði enga þörf fyrir þá.

Leiðindaskjóða býðst til að geyma leiðindi fyrir fólk

Jólabærinn á Ingólfstorgi var opnaður í dag. Leiðindaskjóða, sem er nýjasti jólavætturinn og sú ellefta í röðinni, mætti með leiðindaskjóðuna sína og bauð öllum að geyma hjá sér hvers kyns leiðindi, í það minnsta fram yfir jól.

Allir hafa eitthvað að fela

Það vöknuðu margir af værum blundi þegar hakkari braust inn á heimasíðu Vodafone og opinberaði viðkvæmar persónuupplýsingar. Um 80 þúsund smáskilaboð, lykilorð og kennitölur voru meðal þess sem almenningur fékk aðgang að. Vodafone málið vekur upp spurningar um netöryggi en það er fáir sem kjósa að nýta sér þær dulkóðunarvarnir sem í boði eru og eru tiltölulega einfaldar í notkun.

Óskastígur í hjarta bæjarins

Listin er oft vettvangur breytinga. Hún skapar umræðu og farveg fyrir frjóa og gagnrýna samfélagshugsun. Á laugardaginn munu átján myndlistarmenn opna óvenjulega sýningu á Frakkastígnum sem hefur verið umbreytt í listagallerí.

Borgarstjórinn á Skaganum

Regína Ásvaldsdóttir settist í stól bæjarstjóra á Akranesi, fyrst allra kvenna, í upphafi þessa árs. Áður hafði hún haldið um ótal þræði í Ráðhúsi Reykjavíkur, undir lokin sem yfirmaður átta þúsund starfsmanna og staðgengill borgarstjóra.

Sögulegur samningur í höfn

Ráðherrar frá hundrað fimmtíu og níu löndum hafa komist að sögulegu samkomulagi sem ætlað er að einfalda viðskipti á milli þjóða heimsins.

Maður er mella í mánuð

Eiríkur Guðmundsson rithöfundur var á dögunum tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina 1983 – uppvaxtarsögu sem gerist í sveitaþorpi út á landi. Hann segist hryggur yfir árásum sjónvalda á íslenska menningu, klofningnum hjá þjóðinni og samstöðuleysi.

Sjö látnir í óveðri í Svíþjóð

Stormurinn Sven gekk yfir suðurhluta Svíþjóðar í gær og fyrradag. Vindstyrkur Sven var um 40 metrar á sekúndu þegar verst lét. Sjö eru látnir.

Enginn friður án jafnréttis

Steinunn Björk Pieper bjó í nítján mánuði í gámi á stríðssvæði í Afganistan þar sem hún sinnti starfi jafnréttisfulltrúa á vegum NATO. Hún segir jafnréttismál afar mikilvæg þegar kemur að því að byggja upp stríðshrjáð samfélög.

Verði ódýrara að versla á netinu

Starfshópur um að efla og auðvelda póstverslun vill fella niður aðflutningsgjöld á ódýrari vörum. Tillagan einfaldar og flýtir póstferli auk þess að vera hagkvæm fyrir neytendur. Lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu segir vegið að kaupmönnum með innfluttar vörur.

Tækjakaup fyrir 6,5 milljarða næstu árin

Tækjakaupaáætlun heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að 6,5 milljarðar króna gangi til Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri á næstu fimm árum. Kaupa þarf 15 til 20 stór tæki á Landspítalann hið fyrsta. Þau kosta öll yfir 100 milljónir.

Hlerun í Alþingi: „Grafalvarlegt ef satt reynist“

Í meintu samtali Julian Assange og Chelsea Manning árið 2010 segir Assange að Wikileaks búi yfir hljóðupptökum úr símum Alþingis sem nái yfir fjögurra mánaða skeið. Á Alþingi hafa ráðamenn ekki heyrt af málinu, en ef satt er, sé það grafalvarlegt:

Nú fullgilt Eden-heimili

Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem fullgilt Eden-heimili.

Ísland mun bráðna

„Ég var að fá 800 blaðsíður af yfirheyrslugögnum og önnur 40 gígabit af gögnum varðandi einkavæðingu bankanna á Íslandi," telur vefsíðan Wired.com að Julian Assange hafi sagt í samtali við Chelsea Manning í mars 2010.

Þrjú óupplýst bankarán á Íslandi

Tvö bankarán og eitt innbrot í bankaútibú eru óupplýst hér á landi en þessi mál verða til umfjöllunar í þriðja þætti Óupplýstra lögreglumála á sunnudagskvöld. ,,Þessi mál eru mjög ólík og endurspegla kannski svolítið tíðaranda sem var,” segir Helga Arnardóttir, umsjónarmaður þáttanna. Fyrsta bankaránið á Íslandi var í Iðnaðarbankaútibúi í Breiðholti í febrúar 1984.

Sjá næstu 50 fréttir