Innlent

Eigum að geta gert miklu betur

Bjarki Ármannsson skrifar
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir að áhersla á faggreinakennslu kunni að vera of mikil í yngri bekkjum.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir segir að áhersla á faggreinakennslu kunni að vera of mikil í yngri bekkjum. MYND/VALGARÐUR
„Við erum lítið land með rosa flotta kennara og skóla, við eigum að geta gert miklu betur,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í viðtali við Sigurjón M. Egilson í Sprengisandi í morgun. Þorbjörg og Þuríður Jóhannsdóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, ræddu þar hvernig best væri að bregðast við niðurstöðum PISA-kannarinnar.

Viðmælendur sammældust um það að breytinga væri þörf á íslensku skólakerfi, þó engin ástæða væri til að örvænta. 

„Nú eigum við að passa okkur að vera með skilgreind markmið,“ segir Þorbjörg. Hún nefnir að kennsluálag sé mögulega of þungt í fyrstu bekkjum grunnskóla.

„Ég held að það þurfi meiri tíma og rými á yngstu stigunum“ segir hún og bendir á slæmar niðurstöður yngri bekkja í Reykjavík á PISA-könnuninni. „Ég held að það geti mögulega verið að við séum búin að fara dálítið mikið með faggreinakennsluna neðar, án þess að umsjónarkennararnir séu komnir með faggreinakennslu í farteskið.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×