Innlent

Eldur í húsi í Vestmannaeyjum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/ÓPF
Eldur kom upp í íbúðarhúsnæði við Boðaslóð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Slökkviliðið í Vestmannaeyjum var kallað út rétt upp úr klukkan 21 en svo virðist sem kviknað hafi í út frá rafmagni.

Það tók slökkviliðið ekki langan tíma að slökkva eldinn en mikill reykur var um allt húsið og slökkviliðið reykræsti húsið.

Skemmdir urðu ekki miklar vegna eldsins en líklega verður að hreinsa allt húsið áður en það verður íbúðarhæft á ný vegna reyksins.

mynd/ÓPF



Fleiri fréttir

Sjá meira


×