Innlent

Farþegaflugvél reynir að lenda í miklum hliðarvindi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu.
Myndband af Boeing 777 flugvél sem reynir að lenda í miklum hliðarvindi, en tekst ekki, hefur farið eins og eldur um sinu um internetið í dag.

Á vefsíðu Gizmodo er því svarað hvað veldur því að flugvélin getur ekki lent. Síðan fékk Joe Hanson, sem er meðal annars þekktur fyrir að hafa hannað síðuna It´s Ok To Be Smart eða á íslensku, það er í lagi að vera gáfaður, til þess að svara.

Hanson segir að flugstjórar lendi oft í aðstæðum sem þessum og flugstjórar segi að svona aðstæður séu alls ekki erfiðar. „Ég er ekki sammála því,“ segir hann. „Þetta lítur hræðilega út.“

Hanson reiknar svo út hvaða áhrif hliðarvindarnir hafi á flugvélina miðað við þann hraða sem hún er á. Áhugasamir geta lesið um það hér. Honum þykir flugstjórinn ansi djarfur að hafa íhugað það að lenda við þessar aðstæður. „Gott að þeir hættu við,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×