Innlent

Tveir færðir á Stuðla úr samkvæminu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leysti upp unglingasamkvæmi í gærkvöldi. Þar var talsvert af ungmennum samankomin og mikið um ölvun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Lögreglan mætti á svæðið um klukkan 23 í gærkvöldi þar sem nágrannar höfðu kvartað vegna hávaða. Þegar lögreglumenn mættu tók piltur á móti þeim sem sagðist vera 17 ára og hafa fullt leyfi móður sinnar til að halda samkvæmi.

Í ljós kom að drengurinn var aðeins 13 ára gamall, hann var í mjög annarlegu ástandi. Hann var mjög ógnandi og kastaði hlutum að lögreglumönnum. Önnur ungmenni sóttu einnig að lögreglumönnunum. Einn hrækti framan í lögreglumann. Svo hart sóttu ungmennin að lögreglunni að kallaður var til liðsauki.

Tveir piltar voru færðir á Stuðla úr samkvæminu, þar á meðal pilturinn sem hélt samkvæmið. En hafði ekki fengið leyfi móður sinnar til að halda það.

Einn unglingurinn var sóttur af foreldrum sínum og einn 16 ára piltur í mjög annarlegu ástandi, sá sem hrækti framan í lögreglumanninn, var færður i fangaklefa. Áður en hann var vistaður í fangaklefa var fullreynt að koma honum í hendur foreldra eða barnaverndar.

Aðrir unglingar konu sér sjálfir á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×