Innlent

Lægsta hitastig mældist í gær síðan árið 1998

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Frost á Mývatni, mynd úr safni.
Frost á Mývatni, mynd úr safni. mynd/365
Frostið á Mývatni mældist 31 stig í gærkvöldi og er það lægsta hitastig sem mælst hefur á landinu frá því í mars árið 1998. Þá fór frostið niður í 34,7 stig.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Trausta Jónssonar veðurfræðings. Trausti bendir á að mjög sjaldgæft sé að hitinn fari niður fyrir þrjátíu stig hér á landi. Metið er raunar þrjátíu og átta stig sem mældust í Möðrudal og á Grímsstöðum á fjöllum, 21. janúar frostaveturinn mikla árið 1918.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×