Innlent

Nú fullgilt Eden-heimili

Freyr Bjarnason skrifar
Lögð er áhersla á manneskjulegt umhverfi.
Lögð er áhersla á manneskjulegt umhverfi.
Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu sem fullgilt Eden-heimili.

Heimilið er það fyrsta sem hér hlýtur slíka viðurkenningu.

Með Eden-hugmyndafræðinni er lögð áhersla á að öldrunarheimili séu heimili þeirra sem þar búa. Unnið er að því að gera umhverfi íbúanna manneskjulegra og líflegra. Lögð er áhersla á sjálfræði þeirra og einstaklingsmiðaða þjónustu.

Innleiðing Eden-hugmyndafræðinnar hjá ÖA hófst árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×