Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. desember 2013 21:14 Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. mynd/GVA Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. Annar brotaþola í málinu krafðist þess að ákærðu yrði vikið úr dómsal meðan hann gæfi skýrslu. Hann telur það vera sér mjög þungbært að gefa skýrslu að viðstöddum ákærðu og vísaði til ákæru máli sínu til stuðnings. Hann lagði meðal annars fram vottorð sálfræðings sem hann hefur leitað til vegna andlegrar vanlíðunar sem hann rekur til þess sem greint er frá í ákæru. Hann kvaðst hafa fengið áfallahjálp í kjölfar þess sem um getur í ákærunni. Í vottorði sálfræðings kemur fram að brotaþoli hafi upplifað talsverða vanlíðan sem birtist í kvíða, depurð og angist. Þá sæki minningar um atburðinn á hann og komi honum í uppnám og aukist þetta eftir því sem nær dregur aðalmeðferð. Ákærðu í málinu eru Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. Þeir eru ákærðir ákærðir fyrir frelsissviptingar og hrottalegra líkamsárása á tvo menn. Ákærðu er gefið að sök að hafa numið mennina á brott í Reykjavík og haldið þeim og pyntað þá í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Annar maðurinn náði að flýja eftir að hann hafði verið fluttur í hús á Stokkseyri. Stokkseyrarmálið Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. Annar brotaþola í málinu krafðist þess að ákærðu yrði vikið úr dómsal meðan hann gæfi skýrslu. Hann telur það vera sér mjög þungbært að gefa skýrslu að viðstöddum ákærðu og vísaði til ákæru máli sínu til stuðnings. Hann lagði meðal annars fram vottorð sálfræðings sem hann hefur leitað til vegna andlegrar vanlíðunar sem hann rekur til þess sem greint er frá í ákæru. Hann kvaðst hafa fengið áfallahjálp í kjölfar þess sem um getur í ákærunni. Í vottorði sálfræðings kemur fram að brotaþoli hafi upplifað talsverða vanlíðan sem birtist í kvíða, depurð og angist. Þá sæki minningar um atburðinn á hann og komi honum í uppnám og aukist þetta eftir því sem nær dregur aðalmeðferð. Ákærðu í málinu eru Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. Þeir eru ákærðir ákærðir fyrir frelsissviptingar og hrottalegra líkamsárása á tvo menn. Ákærðu er gefið að sök að hafa numið mennina á brott í Reykjavík og haldið þeim og pyntað þá í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Annar maðurinn náði að flýja eftir að hann hafði verið fluttur í hús á Stokkseyri.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira