Innlent

Varð fyrir voðaskoti og féll af bjargi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/Vilhelm
Maður varð fyrir voðaskoti við Þorlákshöfn í dag og við skotið datt hann fram af bjargi. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út um fimmleytið í dag vegna slasaðs manns í fjörunni utan við bæinn.

Fyrr í kvöld var þó sagt frá því á Vísi að maðurinn hefði fótbrotnað við fallið.

Hann var við skotæfingar á bjargi og varð fyrir voðaskoti úr haglabyssu sem lenti í læri hans og féll hann við það fram af bjargirnu. Þyrlan flutti hann á Fossvog þar sem hann er nú í aðgerð. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á bráðamóttöku er maðurinn með talsverða áverka á lærinu og beinbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×