Innlent

Þrjúhundruð myrtir síðustu þrjá sólarhringa

Að minnsta kosti þrjúhundruð hafa verið myrtir í Miðafríkulýðveldinu síðustu þrjá sólarhringa en ofbeldisaldan í landinu virðist stigmagnast með hverjum deginum.

Rauði krossinn segir ljóst að tala látinna eigi eftir að hækka mikið þar sem lík liggi sem hráviði víða um landið.

Franskir hermenn er á leið til landsins til þess að reyna að stemma stigu við ofbeldinu og eru Frakkar nú með um þúsund hermenn í landinu. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×