Innlent

Barn fékk stungusár á Selfossi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Tíu ára stúlka fékk hníf í gegnum bakið í gærkvöldi. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um það um níu leytið í gærkvöldi.

Stúlkan hafði verið að príla í eldhúsi á heimili sínu og fallið aftur fyrir sig á opna uppþvottavél, þar sem áhöldunum var snúið þannig að oddhvassir hlutir snéru upp. Stúlkan lenti á beittum hníf og fékk stungusár.

Foreldrar stúlkunnar óku til móts við sjúkrabíl og lögreglu til Reykjavíkur þar sem stúlkan var lögð inn á bráðamóttöku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi liggur hún nú á gjörgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×