Þrjú óupplýst bankarán á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2013 20:23 Tvö bankarán og eitt innbrot í bankaútibú eru óupplýst hér á landi en þessi mál verða til umfjöllunar í þriðja þætti Óupplýstra lögreglumála á sunnudagskvöld. ,,Þessi mál eru mjög ólík og endurspegla kannski svolítið tíðaranda sem var,” segir Helga Arnardóttir, umsjónarmaður þáttanna. Fyrsta bankaránið á Íslandi var í Iðnaðarbankaútibúi í Breiðholti í febrúar 1984. ,,Þjófurinn bókstaflega gekk inn baka til og rændi uppgjöri dagsins úr höndum afgreiðslustúlku. Hann komst svo óhindrað út í myrkrið of fannst aldrei. Það var öllum mjög brugðið og öryggismál bankans voru tekin til endurskoðunnar í kjölfar ránsins,’’ segir Helga. ,,Þetta kom öllum í opna skjöldu. Bankarán var áður óþekkt fyrirbrigði hér á landi og ég held að enginn hafi búist við þessu í litlu Reykjavík 1984.”Rán í rólegheitum Um verslunarmannahelgina 1991 var brotist inn í útibú Landsbankans á Borgarfirði eystri en það mál er einnig óupplýst. Útibúið var í sama húsnæði og fiskvinnsla en þjófurinn fór inn um dyr fiskvinnslunnar og sparkaði upp hurðina að afgreiðslu útibúsins. ,,Þjófurinn hefur líklega ekkert verið að stressa sig því hann braut upp um 200 kílóa peningaskáp og það hefur tekið hann góða stund,’’ segir Helga. ,,Það sem gerir þetta mál svolítið sérstakt er að mikil skemmtun var í gangi nokkur hundruð metrum frá, fyrir utan félagsheimilis Fjarðarborg en engin vitni voru að innbrotinu. Borgarfjörður eystri er lítið samfélag og það er aðeins ein leið út úr bænum. Það er því með ólíkindum að þjófurinn hafi komist upp með þetta,” segir Helga.Ránsárið 1995 Árið 1995 voru tvö stór bankarán í Reykjavík og bæði voru þaulskipulögð. Það fyrra, hið svokallaða Skeljungsrán, var í lok febrúar en þá var ráðist að tveimur konum í Lækjargötu sem voru á leið í Íslandsbanka með uppgjör frá Skeljungi. Þrír menn voru að verki og réðust þeir að konunum og tóku af þeim peningatöskuna. Mennirnir komust undan og málið var óupplýst í mörg ár eða þangað til að fyrrverandi sambýliskona eins þjófsins ljóstraði upp um málið í október 2003. Lögreglan tók upp rannsókn á málinu að nýju og Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Einn samverkamaður hans var látinn og ekki tókst að sanna aðild hins þriðja í málinu.Ránið í Búnaðarbanka á Vesturgötu 18. desember 1995 var um margt líkt Skeljungsráninu. ,,Þjófarnir í því ráni voru líka þrír. Þeir virtust vera gríðarlega vel skipulagðir og lengi var talið að þessi tvö mál tengdust. Þegar Skeljugsránið var svo upplýst kom í ljós að svo virtist ekki vera,” segir Helga. ,,Þjófarnir voru vopnaðir og hótuðu starfsfólki Búnaðarbankans og viðskiptavinum. Eins og gefur að skilja var öllum mjög brugðið. Við ræðum við tvö vitni í þættinum, sem muna þennan dag eins og hann hafi verið í gær, tæpum 20 árum síðar,” segir Helga.Aukin öryggisgæsla í bönkunum ,,Við búum í öðru samfélagi í dag en 1995 þegar Búnaðarbankinn var rændur, og hvað þá Iðnaðarbankinn 1984. Bankarnir tóku öryggismálin til gagngerrar endurskoðunar eftir þessi rán og þó svo að litlar líkur séu á að einhver myndi komast upp með að labba inn í banka og hrifsa fé úr höndum afgreiðslustúlku í dag, þá er kannski ekki hægt að útiloka að vopnað rán geti átt sér stað. Það sem þó er öðruvísi er að öryggisgæsla bankanna er meiri og því meiri líkur á að þjófarnir myndu finnast í dag,” segir Helga. Þriðju þáttur Óupplýstra lögreglumála verður sýndur á Stöð 2, næstkomandi sunnudag kl. 20:45. Hér má sjá brot úr þættinum. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Tvö bankarán og eitt innbrot í bankaútibú eru óupplýst hér á landi en þessi mál verða til umfjöllunar í þriðja þætti Óupplýstra lögreglumála á sunnudagskvöld. ,,Þessi mál eru mjög ólík og endurspegla kannski svolítið tíðaranda sem var,” segir Helga Arnardóttir, umsjónarmaður þáttanna. Fyrsta bankaránið á Íslandi var í Iðnaðarbankaútibúi í Breiðholti í febrúar 1984. ,,Þjófurinn bókstaflega gekk inn baka til og rændi uppgjöri dagsins úr höndum afgreiðslustúlku. Hann komst svo óhindrað út í myrkrið of fannst aldrei. Það var öllum mjög brugðið og öryggismál bankans voru tekin til endurskoðunnar í kjölfar ránsins,’’ segir Helga. ,,Þetta kom öllum í opna skjöldu. Bankarán var áður óþekkt fyrirbrigði hér á landi og ég held að enginn hafi búist við þessu í litlu Reykjavík 1984.”Rán í rólegheitum Um verslunarmannahelgina 1991 var brotist inn í útibú Landsbankans á Borgarfirði eystri en það mál er einnig óupplýst. Útibúið var í sama húsnæði og fiskvinnsla en þjófurinn fór inn um dyr fiskvinnslunnar og sparkaði upp hurðina að afgreiðslu útibúsins. ,,Þjófurinn hefur líklega ekkert verið að stressa sig því hann braut upp um 200 kílóa peningaskáp og það hefur tekið hann góða stund,’’ segir Helga. ,,Það sem gerir þetta mál svolítið sérstakt er að mikil skemmtun var í gangi nokkur hundruð metrum frá, fyrir utan félagsheimilis Fjarðarborg en engin vitni voru að innbrotinu. Borgarfjörður eystri er lítið samfélag og það er aðeins ein leið út úr bænum. Það er því með ólíkindum að þjófurinn hafi komist upp með þetta,” segir Helga.Ránsárið 1995 Árið 1995 voru tvö stór bankarán í Reykjavík og bæði voru þaulskipulögð. Það fyrra, hið svokallaða Skeljungsrán, var í lok febrúar en þá var ráðist að tveimur konum í Lækjargötu sem voru á leið í Íslandsbanka með uppgjör frá Skeljungi. Þrír menn voru að verki og réðust þeir að konunum og tóku af þeim peningatöskuna. Mennirnir komust undan og málið var óupplýst í mörg ár eða þangað til að fyrrverandi sambýliskona eins þjófsins ljóstraði upp um málið í október 2003. Lögreglan tók upp rannsókn á málinu að nýju og Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Einn samverkamaður hans var látinn og ekki tókst að sanna aðild hins þriðja í málinu.Ránið í Búnaðarbanka á Vesturgötu 18. desember 1995 var um margt líkt Skeljungsráninu. ,,Þjófarnir í því ráni voru líka þrír. Þeir virtust vera gríðarlega vel skipulagðir og lengi var talið að þessi tvö mál tengdust. Þegar Skeljugsránið var svo upplýst kom í ljós að svo virtist ekki vera,” segir Helga. ,,Þjófarnir voru vopnaðir og hótuðu starfsfólki Búnaðarbankans og viðskiptavinum. Eins og gefur að skilja var öllum mjög brugðið. Við ræðum við tvö vitni í þættinum, sem muna þennan dag eins og hann hafi verið í gær, tæpum 20 árum síðar,” segir Helga.Aukin öryggisgæsla í bönkunum ,,Við búum í öðru samfélagi í dag en 1995 þegar Búnaðarbankinn var rændur, og hvað þá Iðnaðarbankinn 1984. Bankarnir tóku öryggismálin til gagngerrar endurskoðunar eftir þessi rán og þó svo að litlar líkur séu á að einhver myndi komast upp með að labba inn í banka og hrifsa fé úr höndum afgreiðslustúlku í dag, þá er kannski ekki hægt að útiloka að vopnað rán geti átt sér stað. Það sem þó er öðruvísi er að öryggisgæsla bankanna er meiri og því meiri líkur á að þjófarnir myndu finnast í dag,” segir Helga. Þriðju þáttur Óupplýstra lögreglumála verður sýndur á Stöð 2, næstkomandi sunnudag kl. 20:45. Hér má sjá brot úr þættinum.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent