Innlent

Fjórum og hálfum milljarði eytt á erlendum sölusíðum

Viðskiptavinir kreditkortafyrirtækisins Borgunar hafa eytt fjórum og hálfum milljarði króna á erlendum vefsíðum á þessu ári. Það er tæpum milljarði króna meira en á sama tíma í fyrra.

Sendingar frá Kína til Íslands jukust um 700 prósent október miðað við sama tíma í fyrra en frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Íslendingar eru farnir að versla í mjög miklum mæli við kínverskar vefverslanir, aðallega AliExpress. Svo virðist sem Íslendingar versli aðallega við erlendar vefsíður á netinu því íslensk netverslun hefur ekki vaxið í sama mæli hér á landi og í nágrannalöndum okkar, að því er fram kemur í Árbók verslunar sem Rannsóknarsetur verslunarinnar gefur út. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×