Innlent

Valdís Gunnarsdóttir útvarpskona er látin

mynd/Einar Óla
Valdís Gunnarsdóttir, flugfreyja og fyrrum útvarpskona, er látin. Hún lést í morgun, sunnudaginn 8. desember eftir stutta sjúkralegu.

Hún starfaði um árabil við fjölmiðla. Fyrst á Rás 2 en lengst af sem dagskrárstjóri Bylgjunnar og þáttagerðarkona. Hún starfaði einnig sem flugfreyja hjá Flugleiðum hf. síðar Icelandair.

Valdís var fædd í Reykjavík 10. nóvember 1958 og var því 55 ára gömul þegar hún lést. Hún lætur eftir sig tvö börn, uppkomna dóttur og 19 ára son.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×