Innlent

Hefð fyrir því að höggva jólatré í Heiðmörk

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Frá Heiðmörk. Úr safni.
Frá Heiðmörk. Úr safni. mynd/Antron Brink
Fyrsta jólatréð var fellt í dag í Jólaskóginum í Heiðmörk. Það var Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sem felldi tréð.

Hefð hefur myndast hjá mörgum fjölskyldum að gera sér ferð í Heiðmörk á Aðventunni til þess að fella sitt eigið jólatré, en Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur síðustu árin boðið upp á þennan skemmtilega valkost.  Ágóði af sölu trjánna rennur til félagsins. Trén eru felld í Hjalladal og verður opið allar helgar fram til jóla frá klukkan ellefu til fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×