Innlent

Sögulegur samningur í höfn

Ráðherrar frá hundrað fimmtíu og níu löndum hafa komist að sögulegu samkomulagi sem ætlað er að einfalda viðskipti á milli þjóða heimsins.

Alþjóðaviðskiptastofnunin, WTO, stóð fyrir fundinum sem fram fór á Balí í Indónesíu.

Talið er að samningurinn geti aukið alþjóðaviðskipti um eina trilljón bandaríkjadala á ári. Þetta er í fyrsta skipti sem stofnuninni tekst að landa samkomulagi sem nær til allra þeirra landa sem aðild eiga að stofnuninni.

Samningurinn gengur ekki út á að afnema tolla eða skatta, heldur er markmiðið að minnka skrifræði í innflutningi á milli landa til að auðvelda mönnum milliríkjaverslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×