Innlent

Frekar konur en börn sem lenda í "flössurum“

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hann segir að svona mál séu rannsökuð eins og kostur er og í þeim tilvikum þar sem vitað er hver viðkomandi maður er sé sá boðaður í skýrslutöku.
Hann segir að svona mál séu rannsökuð eins og kostur er og í þeim tilvikum þar sem vitað er hver viðkomandi maður er sé sá boðaður í skýrslutöku. mynd/Anton Brink
„Ég get ekki tjáð um þessi tilteknu tilvik,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn rannsóknarlögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um tilkynningar kvenna um mann sem þær hafa séð fróa sér í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur.

Hann segir að svona mál séu rannsökuð eins og kostur er og í þeim tilvikum þar sem vitað er hver viðkomandi maður er sé sá boðaður í skýrslutöku. Um sé að ræða refsiverð athæfi enda refsivert samkvæmt hegningarlögum að særa blygðunarkennd fólks.

„Það er í einhverjum tilvikum að um börn er að ræða sem verða vitni að svona háttalagi en oftar eru það fullorðnar konur sem lenda í þessu,“ segir Friðrik Smári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×