Innlent

Gríðarlegar tafir á flugi vegna tæknibilunar

Tæknilegt vandamál í flugumferðarstjórn varð þess valdandi að brottfarartími víðs vegar um Bretland raskaðist og töluverð seinkun varð á flugi. Þúsundir flugfarþega bíða þess nú að vandamálið verði leyst svo þeir geti haldið för sinni áfram en seinkun hefur orðið á flugi frá öllum flugvöllum í London sem og frá Manchester, Cardiff, Edinborg og Glasgow.

Flugumferðarstjórn NATS biðst velvirðingar á töfinni og að unnið sé að því að leysa vandann.

Tæplega þriggja klukkustunda seinkun varð á flugi Wow Air til Gatwick í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×