Tækjakaup fyrir 6,5 milljarða næstu árin Svavar Hávarðsson skrifar 7. desember 2013 07:00 Stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og á Akureyri sjá loksins til sólar hvað varðar tækjabúnað. Samsett mynd Tækjakaupaáætlun Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til tækjakaupa á Landspítala (LSH) og Sjúkrahúsinu á Akureyri (SA) til ársins 2018. Tækjakaupin grundvallast á lista yfir bráðakaup tækja sem forsvarsmenn spítalanna unnu fyrir velferðarráðuneytið, til að mögulegt sé að viðhalda óbreyttri þjónustu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fær LSH 1.262 milljónir á næsta ári og SA 273 milljónir. Fjallað var um áætlunina í ríkisstjórn á föstudag, og fjárlaganefnd hefur hana til umfjöllunar. Áætlunin í heild nær til ársins 2018, en eins og alþjóð veit er mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækja og búnaðar hjá stóru sjúkrahúsunum; tæki eru komin til ára sinna og stór, fjárfrek og sérhæfð lækningatæki eru úr sér gengin. Áætluninni er ætlað að leggja grunn að úrbótum í þeim efnum. Gísli Georgsson, umsjónarmaður viðhalds og lækningatækja, segir að ef áætlunin standi óbreytt verði LSH töluvert mikið betur sett í lok tímabilsins en í dag. „Listinn hefur lengi legið fyrir upp á fjóra til fimm milljarða. En þessi áætlun myndi gera mikið gott og við færum að sjá kúfinn ganga niður á næstu tveimur, þremur árum. Það eru 15 til 20 stór tæki sem kosta 100 milljónir plús, sem þarf að endurnýja sem fyrst,“ segir Gísli. Hann segir að Landspítalinn hafi fengið tíunda hluta þess fjármagns sem háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum hafa fengið síðustu tíu ár, svo skiljanlega þurfi að taka til höndunum. Viðmið við endurnýjun tækja í þeim löndum sem Ísland ber sig saman við eru 1,8 til 5% af veltu sjúkrahúsanna. Sömu hlutföll eru 0,6% á Landspítalanum og 1,3% á Sjúkrahúsinu á Akureyri ef litið er áratug aftur í tímann. Brýn þörf LSH fyrir kaup á meiriháttar tækjabúnaði er 3,3 milljarðar til 2016, og aðrir 2,2 vegna áranna 2017 og 2018. Sambærilegar tölur fyrir SA eru 540 milljónir til 2016 og 340 milljónir árin tvö á eftir. Gert er ráð fyrir að sjúkrahúsin fái 1,8% af veltu á fjárlögum árið 2018. Þá fær LSH árlega 786 milljónir til tækjakaupa og SA tæpar 100 milljónir á verðlagi ársins 2013. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Tækjakaupaáætlun Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að 6,5 milljörðum króna verði varið til tækjakaupa á Landspítala (LSH) og Sjúkrahúsinu á Akureyri (SA) til ársins 2018. Tækjakaupin grundvallast á lista yfir bráðakaup tækja sem forsvarsmenn spítalanna unnu fyrir velferðarráðuneytið, til að mögulegt sé að viðhalda óbreyttri þjónustu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær fær LSH 1.262 milljónir á næsta ári og SA 273 milljónir. Fjallað var um áætlunina í ríkisstjórn á föstudag, og fjárlaganefnd hefur hana til umfjöllunar. Áætlunin í heild nær til ársins 2018, en eins og alþjóð veit er mikil uppsöfnuð þörf á endurnýjun tækja og búnaðar hjá stóru sjúkrahúsunum; tæki eru komin til ára sinna og stór, fjárfrek og sérhæfð lækningatæki eru úr sér gengin. Áætluninni er ætlað að leggja grunn að úrbótum í þeim efnum. Gísli Georgsson, umsjónarmaður viðhalds og lækningatækja, segir að ef áætlunin standi óbreytt verði LSH töluvert mikið betur sett í lok tímabilsins en í dag. „Listinn hefur lengi legið fyrir upp á fjóra til fimm milljarða. En þessi áætlun myndi gera mikið gott og við færum að sjá kúfinn ganga niður á næstu tveimur, þremur árum. Það eru 15 til 20 stór tæki sem kosta 100 milljónir plús, sem þarf að endurnýja sem fyrst,“ segir Gísli. Hann segir að Landspítalinn hafi fengið tíunda hluta þess fjármagns sem háskólasjúkrahús á Norðurlöndunum hafa fengið síðustu tíu ár, svo skiljanlega þurfi að taka til höndunum. Viðmið við endurnýjun tækja í þeim löndum sem Ísland ber sig saman við eru 1,8 til 5% af veltu sjúkrahúsanna. Sömu hlutföll eru 0,6% á Landspítalanum og 1,3% á Sjúkrahúsinu á Akureyri ef litið er áratug aftur í tímann. Brýn þörf LSH fyrir kaup á meiriháttar tækjabúnaði er 3,3 milljarðar til 2016, og aðrir 2,2 vegna áranna 2017 og 2018. Sambærilegar tölur fyrir SA eru 540 milljónir til 2016 og 340 milljónir árin tvö á eftir. Gert er ráð fyrir að sjúkrahúsin fái 1,8% af veltu á fjárlögum árið 2018. Þá fær LSH árlega 786 milljónir til tækjakaupa og SA tæpar 100 milljónir á verðlagi ársins 2013.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira