"Hjartað sló hraðar og ég var ekki viss um hvað væri að gerast“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. desember 2013 16:59 mynd/GVA Fleiri hafa séð manninn, sem fjallað var um í bakþanka blaðamanns Vísis í gær, fróa sér í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Í grein sinni lýsti blaðamaður Vísis því þegar hún var á leið heim til sín seint um kvöld og gekk fram hjá bíl þar sem ungur maður sat: „Þú sast þarna inni, gónandi á mig og fróaðir þér af miklum móð. Þetta fór ekkert fram hjá mér; það var algjör óþarfi að reisa mjaðmirnar upp,“ segir í greininni. Tvær konur hafa haft samband og sagt frá sama manni og þarna er fjallað um. Fleiri hafa haft samband vegna annarra tilvika. Önnur kvennanna er rúmlega þrítug og hún var á leið niður Túngötu í Vesturbæ Reykjavíkur að hitta vinkonur sínar á kaffihúsi í miðbænum.Hjartað sló hraðar Þar sem hún var á gangi varð hún vör við að bíl var ekið hægt fyrir aftan hana og hann látinn renna fram hjá henni. Konan sá að ljósin inni í bifreiðinni voru kveikt og ímyndaði konan sér að hann væri að hægja á sér þar sem hann ætlaði úr bifreiðinni. Bifreiðinni var svo lagt á bílastæði um 20 metra fyrir framan konuna. „Þegar bílstjórinn fór ekki út út bílnum hugsaði ég með mér að hann væri að bíða eftir einhverjum en ég fékk samt óþægilega tilfinningu. Ég hélt ferð minni áfram og gjóaði augunum inn í bifreiðina þegar ég gekk fram hjá,“ segir konan. „Þá sá ég að hann var búinn að girða niðrum sig og var að sveifla typpinu til í hringi,“ segir hún. „Ég ákvað að ganga bara áfram. En þá keyrði hann aftur af stað og fram hjá mér. Hjartað sló hraðar og ég var ekki viss um hvað væri að gerast.“ Hún segir manninn svo hafa keyrt alveg upp að sér og enn var hann með girt niðrum sig og var að fróa sér. Hún var komin niður að húsunum þar sem sendiráð Kanada og Rússlands eru og hún ákvað að reyna að halda sér þar, vegna þess að þar eru myndavélar. „Ég þorði alls ekki að fara neðar í götuna.“ „Mér fannst ég öruggari í kringum myndavélarnar og ég leit aftur inn í bifreiðina og þetta var alveg eins og lýst er í greininni á Vísi, hann reisti sig upp í bílnum. Ég horfði bara mjög hissa á hann. Hann kallaði samt ekkert í mig og allar rúður bifreiðarinnar voru lokaðar,“ segir hún.Var hrædd á ferð sinni áfram niður í bæ Þá kom leigubíll keyrandi niður Garðastrætið og konan hljóp út á götuna til að reyna að ná í hann. Þá dreif maðurinn sig í burtu. „Ég var á fullu að hugsa þarna og ég held ég hafi jafnvel verið hætt að heyra en ég fattaði samt að taka niður bílnúmerið.“ Hún lýsir því svo að hún hafi haldið ferð sinni niður í bæ áfram en hún þorði ekki að fara yfir Austurvöllinn og hélt sig við Alþingishúsið og Hótel Borg þar sem henni fannst hún öruggari. Hún hitti svo vinkonur sínar og þær hvöttu hana til að hafa samband við Neyðarlínuna.Gott að ræða við starfsmenn Neyðarlínunnar Hún segir að það hafi verið mjög gott að ræða við Neyðarlínuna og hún hvetur fólk til þess að gera það efþað lendir í svona. „Þeir spurðu alls konar spurninga sem ég hefði annars ekkert endilega velt fyrir mér, til dæmis um hvort hann hefði reynt að tala við mig. Ég var líka fegin að hafa hringt, ég varð rólegri en það hefði verið hræðilegt ef ég hefði lesið um það daginn eftir að ráðist hefði verið á einhverja konu í Vesturbænum og ég hefði ekki látið vita af þessum manni.“ „En eins og segir í greininni, þó þetta hann haldi kannski að þetta sé saklaust og þetta geti litið út fyrir að vera það, þá veit maður aldrei,“ segir hún. Hún frétti það svo að lögreglan hefði þegar hafið leit að manninum en hann hafi ekki fundist í þetta skiptið.Vonandi að hann fái hjálp „Eftir á fór ég að hugsa margt, ég var til dæmis nýbúin að ganga fram hjá tveimur 10 eða 11 ára strákum og ég er fegin að það var ég sem varð vitni að þessu en ekki þeir. Í fyrstu hélt ég líka að hann hefði jafnvel haldið að ég væri yngri en ég er, þar sem ég var klædd í bleika síða úlpu og appelsínugul gúmmístígvél. Hann hefði alveg getað haldið að ég væri unglingur á miðað við fatnaðinn,“ segir konan. Hún veit hver maðurinn er í dag enda fletti hún bílnúmerinu upp og hún segir hann vera eitthvað yngri en hún sjálf er. „Eftir á hugsaði ég líka, ég hefði kannski átt að taka mynd, en slíkt hvarflaði ekki að mér þá og ég er fegin að hafa ekki gert það, ég get ekkert vitað hvernig hann hefði brugðist við slíku.“ „Þessi maður þarf á hjálp að halda, ég vona að hann finnist og fái aðstoð. Ef hann er að lesa þetta sjálfur þá vil ég bara segja við hann: leitaðu þér hjálpar, þetta er ekki eðlileg hegðun,“ segir konan. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Fleiri hafa séð manninn, sem fjallað var um í bakþanka blaðamanns Vísis í gær, fróa sér í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Í grein sinni lýsti blaðamaður Vísis því þegar hún var á leið heim til sín seint um kvöld og gekk fram hjá bíl þar sem ungur maður sat: „Þú sast þarna inni, gónandi á mig og fróaðir þér af miklum móð. Þetta fór ekkert fram hjá mér; það var algjör óþarfi að reisa mjaðmirnar upp,“ segir í greininni. Tvær konur hafa haft samband og sagt frá sama manni og þarna er fjallað um. Fleiri hafa haft samband vegna annarra tilvika. Önnur kvennanna er rúmlega þrítug og hún var á leið niður Túngötu í Vesturbæ Reykjavíkur að hitta vinkonur sínar á kaffihúsi í miðbænum.Hjartað sló hraðar Þar sem hún var á gangi varð hún vör við að bíl var ekið hægt fyrir aftan hana og hann látinn renna fram hjá henni. Konan sá að ljósin inni í bifreiðinni voru kveikt og ímyndaði konan sér að hann væri að hægja á sér þar sem hann ætlaði úr bifreiðinni. Bifreiðinni var svo lagt á bílastæði um 20 metra fyrir framan konuna. „Þegar bílstjórinn fór ekki út út bílnum hugsaði ég með mér að hann væri að bíða eftir einhverjum en ég fékk samt óþægilega tilfinningu. Ég hélt ferð minni áfram og gjóaði augunum inn í bifreiðina þegar ég gekk fram hjá,“ segir konan. „Þá sá ég að hann var búinn að girða niðrum sig og var að sveifla typpinu til í hringi,“ segir hún. „Ég ákvað að ganga bara áfram. En þá keyrði hann aftur af stað og fram hjá mér. Hjartað sló hraðar og ég var ekki viss um hvað væri að gerast.“ Hún segir manninn svo hafa keyrt alveg upp að sér og enn var hann með girt niðrum sig og var að fróa sér. Hún var komin niður að húsunum þar sem sendiráð Kanada og Rússlands eru og hún ákvað að reyna að halda sér þar, vegna þess að þar eru myndavélar. „Ég þorði alls ekki að fara neðar í götuna.“ „Mér fannst ég öruggari í kringum myndavélarnar og ég leit aftur inn í bifreiðina og þetta var alveg eins og lýst er í greininni á Vísi, hann reisti sig upp í bílnum. Ég horfði bara mjög hissa á hann. Hann kallaði samt ekkert í mig og allar rúður bifreiðarinnar voru lokaðar,“ segir hún.Var hrædd á ferð sinni áfram niður í bæ Þá kom leigubíll keyrandi niður Garðastrætið og konan hljóp út á götuna til að reyna að ná í hann. Þá dreif maðurinn sig í burtu. „Ég var á fullu að hugsa þarna og ég held ég hafi jafnvel verið hætt að heyra en ég fattaði samt að taka niður bílnúmerið.“ Hún lýsir því svo að hún hafi haldið ferð sinni niður í bæ áfram en hún þorði ekki að fara yfir Austurvöllinn og hélt sig við Alþingishúsið og Hótel Borg þar sem henni fannst hún öruggari. Hún hitti svo vinkonur sínar og þær hvöttu hana til að hafa samband við Neyðarlínuna.Gott að ræða við starfsmenn Neyðarlínunnar Hún segir að það hafi verið mjög gott að ræða við Neyðarlínuna og hún hvetur fólk til þess að gera það efþað lendir í svona. „Þeir spurðu alls konar spurninga sem ég hefði annars ekkert endilega velt fyrir mér, til dæmis um hvort hann hefði reynt að tala við mig. Ég var líka fegin að hafa hringt, ég varð rólegri en það hefði verið hræðilegt ef ég hefði lesið um það daginn eftir að ráðist hefði verið á einhverja konu í Vesturbænum og ég hefði ekki látið vita af þessum manni.“ „En eins og segir í greininni, þó þetta hann haldi kannski að þetta sé saklaust og þetta geti litið út fyrir að vera það, þá veit maður aldrei,“ segir hún. Hún frétti það svo að lögreglan hefði þegar hafið leit að manninum en hann hafi ekki fundist í þetta skiptið.Vonandi að hann fái hjálp „Eftir á fór ég að hugsa margt, ég var til dæmis nýbúin að ganga fram hjá tveimur 10 eða 11 ára strákum og ég er fegin að það var ég sem varð vitni að þessu en ekki þeir. Í fyrstu hélt ég líka að hann hefði jafnvel haldið að ég væri yngri en ég er, þar sem ég var klædd í bleika síða úlpu og appelsínugul gúmmístígvél. Hann hefði alveg getað haldið að ég væri unglingur á miðað við fatnaðinn,“ segir konan. Hún veit hver maðurinn er í dag enda fletti hún bílnúmerinu upp og hún segir hann vera eitthvað yngri en hún sjálf er. „Eftir á hugsaði ég líka, ég hefði kannski átt að taka mynd, en slíkt hvarflaði ekki að mér þá og ég er fegin að hafa ekki gert það, ég get ekkert vitað hvernig hann hefði brugðist við slíku.“ „Þessi maður þarf á hjálp að halda, ég vona að hann finnist og fái aðstoð. Ef hann er að lesa þetta sjálfur þá vil ég bara segja við hann: leitaðu þér hjálpar, þetta er ekki eðlileg hegðun,“ segir konan.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira