Fleiri fréttir

Þyrla og þrjátíu slökkviliðsmenn náðu tökum á sinunni

Búið er að ná tökum á sinueldi við Gröf í Lundarreykjardal í Borgarfirði en um þrjátíu slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjórinn segir að mikið hafi munað um þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti vatn í stórri skjólu sem hægt er að opna rafvirkt. Fatan tekur um þúsund lítra og því munar verulega um aðstoð þyrlunnar í svona tilvikum.

Kanadamenn sjá um loftrýmisgæslu í apríl

Von er á sex kanadískum CF-18 Hornet orrustuþotum sem eiga að gæta lofthelgi á Íslandi í lok mars og stendur eftirlitið yfir til lok apríl samkvæmt tilkynningu frá kanadískum yfirvöldum.

Aldrei séð jafn langa einangrun fanga nema í Guantanomo Bay

Veigamiklar ástæður eru fyrir því að Guðmundar- og Geirfinnsmálið verði tekin upp á ný í ljósi þess að það þykir hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður sakborninga var óáreiðanlegur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var í innanríkisráðuneytinu í dag.

Botnfrosin staða á Alþingi

Ekkert samkomulag er í sjónmáli í viðræðum formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Formaður Samfylkingarinnar segir að allt sé botnfrosið.

Foreldrar rassskellta piltsins beðnir afsökunar

Ljósmynd af særðum afturenda ungs leikmanns handknattleiksdeildar Fjölnis hefur vakið mikil viðbrögð. Meiðslin hlaut hann við umdeilda vígsluathöfn inn í meistaraflokk félagsins á dögunum. Formaður deildarinnar segir að hart verði tekið á málinu

Sinubruni úr böndunum

Talsverður sinubruni er í Lundarreykjadal en allt tiltækt slökkvilið úr Borgarfirðinum auk lögreglunnar eru á svæðinu. Að sögn lögreglumanns á svæðinu er eldurinn töluverður en verið er að hefta útbreiðslu hans.

Sækja slasaðan mann í Esjuna

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og sjúkraflutningsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru nú á leið að sækja mann á Esju. Það er göngumaður sem missteig sig upp við Þverfellshornið og meiddist á fæti. Talið er að hann sé illa tognaður og treysti hann sér ekki til að komast niður af fjallinu af sjálfsdáðum.

Banaslys á Skeiðavegi

Karlmaður á fimmtugsaldri lést þegar jeppabifreið og dráttarvél með skóflu framan á rákust saman á Skeiðavegi eftir hádegi í dag.

Kanadísk orrustuvél í vanda

Kanadísk orrustuflugvél sem er hér við land í loftrýmiseftirliti óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni um þrjúleytið í dag. Um er að ræða F18 þotu. Rafall bilaði í öðrum hreyflinum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send í loftið og fylgist hún með framvindunni. Um klukkan korter yfir þrjú var viðbúnaðurinn afstaðinn.

„Þetta er svo óeðlilegt“

Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og fyrrverandi handknattleikskona man eftir ljótum áverkum eftir rassskellingar.

Falskar játningar algengari en áður var talið

Falskar játningar eru mun algengari en lengi var talið, segir í skýrslu nefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Í skýrslunni segir jafnramt að síðastliðin 30 ár hafi margar rannsóknir farið fram á tengslum við falskar játningar. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag komst nefndin að þeirri niðurstöðu að framburður sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmáli, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, hafi annað hvort verið beinlínis falskir eða óáreiðanlegir.

Veigamikil rök fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála

Framburðir sakborninga í svokölluðum Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru ýmist falskir eða óáreiðanlegir. Þess vegna standa veigamikil rök til þess að málið verði tekið upp aftur. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps sem hafði það hlutverk að fara yfir gögn í málinu. Hópurinn skilaði skýrslu til Ögmundar Jónassonar í dag.

Alvarlegt umferðarslys á Skeiðum

Alvarlegt umferðarslys varð á Brautarholti á Skeiðum þar sem dráttarvél og jeppi rákust framan á hvort annað. Lögreglan á Selfossi segir ekki unnt að greina nánar frá málavöxtum að svo stöddu.

Unglingsstúlkur í sjálfheldu á Þríhyrningi

Tvær unglingsstúlkur eru í sjálfheldu á Þríhyrningi, rétt vestan við Fljótshlíð, og er flugbjörgunarsveitin Hellu á leið þeim til hjálpar. Stúlkurnar voru einar í gönguferð á fjallið þegar þær sátu skyndilega fastar í klettabelti og hringdu þá eftir aðstoð.

Fimmtugir á Everest

Á laugardag halda fjallgöngumennirnir Guðmundur St. Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson til Nepal, þar sem þeir hyggjast klífa hæsta fjall jarðar.

Fimm ökumenn teknir fyrir fíkniefnaakstur

Fimm ökumenn voru handteknir á Suðurnesjum um helgina, en allir óku þeir undir áhrifum fíkniefna. Um var að ræða þrjá karlmenn og tvær konur. Einn ökumannanna framvísaði lítilræði af kannabis og farþegi í bíl annars ökumanns var með kannabisefni í vasanum. Þriðji ökumaðurinn, sem staðinn var að fíkniefnaakstri, ók að auki sviptur ökuréttindum ævilangt. Sýnatökur staðfestu að hann hafði neytt kókaíns og amfetamíns.

Strætó ekur alla páskadagana

Strætó mun aka alla páskadagana í ár, sem er nýbreyttni frá síðustu árum þegar ekki var ekið föstudaginn langa og páskadag.

Annar fallhlífastökkvaranna var með myndavél

Annar fallhlífastökkvaranna tveggja sem lést í Zephyrhills í Flórída á laugardaginn var með myndbandsupptökuvél á hjálmi sínum þegar hann stökk. Myndir úr vélinni verða notaðar við rannsókn lögreglu á slysinu, segir á vefnum Tampa Tribune.

Þingfundur á Alþingi í dag, ekkert samkomulag um þinglok

Þingfundur er áætlaður á Alþingi í dag eftir helgarleyfi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að fyrst verði tekin á dagskrá átta mál sem sátt ætti að vera um á milli þingflokkanna en eftir það er gert ráð fyrir að stjórnarskrármálið komi til umræðu.

Fjöruferð gaf tennur og hausa af rostungi

"Ég og synir mínir vorum að ganga á ströndinni þegar við hnutum um heilan rostungshaus með tveim tönnum. Eitthvað fórum við að snuðra þarna um og þá fann ég stóra tönn og bráðlega annan haus, aðeins minni, og svo þann þriðja," segir Örn Erlendsson, forstjóri Triton, sem fann þrjá rostungshausa og stakar rostungstennur í fjörunni við sumarhús sitt í Staðarsveit á Snæfellsnesi í apríl 2008.

Beit hundafangara og var lógað

Þýskur fjárhundur var aflífaður í Reykjanesbæ eftir að hafa ráðist á hundafangara. Malgorzata Mordon Szacon og fjölskylda hennar höfðu átt tíkina Funiu í sex ár. Fjölskyldan hefur ráðið sér lögfræðing og íhugar að leita réttar síns, þar sem þau nutu ekki andmælaréttar áður en ákvörðun um að drepa hundinn var tekin.

Sér ekki fram á gleðilega páska

"Ég sé ekki fram á að geta haldið páska,“ segir Sherry Lynn Cormier, tveggja barna einstæð móðir, sem er 70 prósent öryrki.

Mennirnir sem létust

Mennirnir sem létust í fallhlífarslysinu í Flórída í fyrradag hétu Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson.

Geirfinnsmálið lýkst upp í dag

Starfshópur innanríkisráðherra um Guðmundar- og Geirfinnsmálið hefur skilað skýrslu sinni til ráðherra. Hún verður kynnt á blaðamannafundi í ráðuneytinu í dag klukkan 14.00.

Aukinn skrifstofukostnaður Reykjavíkurmaraþoni um að kenna

Ársskýrsla Íþróttabandalags Reykjavíkur var kynnt á þingi bandalagsins um helgina. Í henni kemur fram að útgjöld við rekstur skrifstofu ÍBR nam rúmlega níutíu milljónum í fyrra og hefur kostnaðurinn hækkað mjög frá hruni. Var þetta gagnrýnt á þinginu.

Hús minna drauma varð hús martraða

"Tilhugsunin að borga með sér út úr húsinu eftir að hafa tapað öllu í því, það bara kom ekki til greina að borga eina krónu með húsinu," segir júdóþjálfarinn Ódi Waage.

Féllu fyrir utan 110 prósent leiðina

Birgir Örn Guðjónsson, varðstjóri hjá lögreglunni, og Sara Helgadóttir grunnskólakennari keyptu sér íbúð á Völlunum í Hafnarfirði árið 2006.

Segir Færeyjar verða stærri með göngum

Færeyingar hafa verið sex sinnum afkastameiri en Íslendingar í jarðgangagerð, - ein göngin grófu þeir fyrir fimmtán íbúa, - og nú áforma þeir fimm ný jarðgöng. Fjármálaráðherrann þeirra segir að ef bara ætti að hugsa um hagkvæmni væri best að hafa alla Færeyinga í einni blokk. Öflugt þjóðvegavegakerfi er með því fyrsta sem Íslendingur á ferð um Færeyjar tekur eftir. Hver einasti kílómetri er malbikaður. Engir malarvegir.

Týnd tík

Pug tík týndist á göngu við Rauðavatn í Reykjavík um hálf þrjú leytið í gær. Ekkert hefur spurst til hennar síðan.

Flugvöllurinn í Keflavík 70 ára

Í dag eru liðin sjötíu ár frá því að Keflavíkurflugvöllur var formlega opnaður. Flugvöllurinn var gerður af Bandaríkjaher og gegndi mikilvægu hlutverki í síðari heimsstyrjöldinni.

Tilkynning frá Frjálsu Falli

Skýjafar eða vindur átti engan þátt í fallhlífastökksslysi í Flórída í Bandaríkjunum í gær þegar tveir Íslendingar létu lífið.

MR-ingar fögnuðu sigrinum vel

"Þetta er bara sviðsett mynd. Gripurinn er þannig hannaður að það er hægt að taka hljóðnemann af," segir Þorsteinn Gunnar Jónsson úr Gettu Betur liði MR.

Vélsleðamaðurinn kominn á sjúkrahús

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag eftir að vélsleðaslys varð í Veiðivötnum. Áætlað er að þyrlan komi á staðinn um kl. 17:00.

Fallhlífarnar opnuðust ekki

T.K. Hayes, annar af eigendum Skydive City, staðfesti við fréttastofu síðdegis að aðalfallhlífar Íslendinganna tveggja sem létust í Flórída í gær hefðu ekki opnast.

"Þetta var rosalega gott spark í rassinn"

"Þetta var bara skyndiákvörðun. Við vorum á seinasta snúning að koma okkur út að spila og það heppnaðist svona rosalega vel," segir Andri Már Enoksson í rafdúettnum Vök.

Blása á allt krepputal í Stafdal

"Þegar menn gera svona með tvær hendur tómar og enga peninga þá tekur þetta tíma," segir Agnar Sverrisson rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Stafdal á Austfjörðum.

Sjá næstu 50 fréttir