Fimmtugir á Everest Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 25. mars 2013 11:39 Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Á laugardag halda fjallgöngumennirnir Guðmundur St. Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson til Nepal, þar sem þeir hyggjast klífa Everestfjall, hæsta fjall jarðar. Guðmundur og Ingólfur eru báðir fimmtugir og ef þeim tekst ætlunarverk sitt verða þeir elstu Íslendingar sem klifið hafa fjallið. Aðeins fjórir Íslendingar hafa komist á tindinn, en fyrstir voru Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Haraldur Örn Ólafsson komst svo á tindinn árið 2002. „Við Ingólfur kynntumst í gegn um félaga minn sem fór með mér á Aconcagua árið 2008," segir Guðmundur, en Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Hvor í sínu lagi hafa þeir komist á tinda Kilimanjaro, Elbrus, Aconcagua auk nokkurra lægri tinda í Perú og Ölpunum. „Ég seldi honum þá hugmynd að við færum saman á Cho Oyu, sem er sjötta hæsta fjall í heimi, og sú ferð átti að vera farin í ágúst á síðasta ári. Við vorum búnir að æfa okkur í eitt ár fyrir ferðina, en það þarf að labba norðanmegin í gegnum Tíbet til að komast á fjallið. En Kínverjar höfðu lokað landamærunum og því var hætt við leiðangurinn. Þá kom sú hugmynd upp að skipta um fjall og setja stefnuna á Everest, og því er undirbúningurinn fyrir þessa fjallaferð búinn að standa yfir í eitt og hálft ár, en með breytingu á fjalli fyrir hálfu ári síðan."Hið ógurlega Everestfjall er 8848 metra hátt.Guðmundur viðurkennir að upplifa bæði spennu og ótta við að klífa þetta heimsfræga fjall, en mörgum hefur mistekist í gegnum tíðina að komast á tindinn. „Það er samt eiginlega nauðsynlegt svo að menn fari nógu varlega. Á svona háu fjalli verður þú alltaf að bera virðingu fyrir fjöllunum og veðrinu, og það er ekkert gefið. Alveg sama hvað þú undirbýrð þig vel, líkamlega og andlega, þá munu ytri aðstæður stjórna miklu." Guðmundur og Ingólfur ætla að halda blaðamannafund í verslun Fjallakofans kl. 17 í dag, en Fjallakofinn er styrktaraðili ferðarinnar. Á fundinum munu þeir kynna leiðangurinn og þann búnað sem þeir munu nota. Einnig munu þeir sýna ljósmyndir og myndbönd úr fyrri ferðum og eru allir velkomnir á fundinn. Vefsíða leiðangursins opnar á miðvikudag og verður á vefslóðinni www.everest2013.is Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Á laugardag halda fjallgöngumennirnir Guðmundur St. Maríusson og Ingólfur Geir Gissurarson til Nepal, þar sem þeir hyggjast klífa Everestfjall, hæsta fjall jarðar. Guðmundur og Ingólfur eru báðir fimmtugir og ef þeim tekst ætlunarverk sitt verða þeir elstu Íslendingar sem klifið hafa fjallið. Aðeins fjórir Íslendingar hafa komist á tindinn, en fyrstir voru Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magnússon árið 1997. Haraldur Örn Ólafsson komst svo á tindinn árið 2002. „Við Ingólfur kynntumst í gegn um félaga minn sem fór með mér á Aconcagua árið 2008," segir Guðmundur, en Everest verður fyrsta stóra fjallið sem Guðmundur og Ingólfur klífa saman. Hvor í sínu lagi hafa þeir komist á tinda Kilimanjaro, Elbrus, Aconcagua auk nokkurra lægri tinda í Perú og Ölpunum. „Ég seldi honum þá hugmynd að við færum saman á Cho Oyu, sem er sjötta hæsta fjall í heimi, og sú ferð átti að vera farin í ágúst á síðasta ári. Við vorum búnir að æfa okkur í eitt ár fyrir ferðina, en það þarf að labba norðanmegin í gegnum Tíbet til að komast á fjallið. En Kínverjar höfðu lokað landamærunum og því var hætt við leiðangurinn. Þá kom sú hugmynd upp að skipta um fjall og setja stefnuna á Everest, og því er undirbúningurinn fyrir þessa fjallaferð búinn að standa yfir í eitt og hálft ár, en með breytingu á fjalli fyrir hálfu ári síðan."Hið ógurlega Everestfjall er 8848 metra hátt.Guðmundur viðurkennir að upplifa bæði spennu og ótta við að klífa þetta heimsfræga fjall, en mörgum hefur mistekist í gegnum tíðina að komast á tindinn. „Það er samt eiginlega nauðsynlegt svo að menn fari nógu varlega. Á svona háu fjalli verður þú alltaf að bera virðingu fyrir fjöllunum og veðrinu, og það er ekkert gefið. Alveg sama hvað þú undirbýrð þig vel, líkamlega og andlega, þá munu ytri aðstæður stjórna miklu." Guðmundur og Ingólfur ætla að halda blaðamannafund í verslun Fjallakofans kl. 17 í dag, en Fjallakofinn er styrktaraðili ferðarinnar. Á fundinum munu þeir kynna leiðangurinn og þann búnað sem þeir munu nota. Einnig munu þeir sýna ljósmyndir og myndbönd úr fyrri ferðum og eru allir velkomnir á fundinn. Vefsíða leiðangursins opnar á miðvikudag og verður á vefslóðinni www.everest2013.is
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira