Innlent

Þingfundur á Alþingi í dag, ekkert samkomulag um þinglok

Þingfundur er áætlaður á Alþingi í dag eftir helgarleyfi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að fyrst verði tekin á dagskrá átta mál sem sátt ætti að vera um á milli þingflokkanna en eftir það er gert ráð fyrir að stjórnarskrármálið komi til umræðu.

Ekki hefur enn náðst samkomulag um það hvernig ljúka eigi því máli og á meðan það er enn í lausu lofti mun ekki takast að ljúka þingstörfum.

Tíu dagar eru frá því að þingstörfum hefði átt að ljúka samkvæmt starfsáætlun Alþingis en á miðvikudag er sléttur mánuður til kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×