Fleiri fréttir

Myrkur í Reykjavík

Borgarbúar veltu eflaust margir fyrir sér hvers vegna slökkt var á öllum ljósastaurum í Reykjavík um níuleytið í gærkvöldi.

Vök sigraði í Músíktilraunum

Hljómsveitin Vök úr Hafnarfirði stóð uppi sem sigurvegari í Músíktilraunum en úrslitakvöldið fór fram í Silfurbergi í Hörpu í gærkvöldi.

Opið í Bláfjöllum í dag

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta slegist í hóp með skíðaáhugafólki um allt land í dag því undantekningalítið eru helstu skíðasvæði landsins opin.

Sótt að viðkvæmum vatnsbólum

Tómt mál er að tala um uppbyggingu ferðaþjónustu á Bláfjallasvæðinu áður en endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu er lokið. Vegir á svæðinu standast ekki öryggiskröfur og þarf að bæta strax. Mikil fjölgun ferðamanna á áætlun.

MR vann Gettu Betur

Menntaskólinn í Reykjavík sigraði í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu Betur, í 18. skipti í kvöld eftir hörkuviðureign gegn liði Menntaskólans við Hamrahlíð.

Ætla 2000 kílómetra á hlaupahjóli

"Fólk skilur hvorki hvers vegna við gerum þetta né hvernig við ætlum að fara að þessu," segir Norðmaðurinn Tristan Hauff sem stefnir á að skrá nafn sitt í Heimsmestabók Guinnes.

Framsóknarflokkurinn segist ekki með gylliboð

Formaður Framsóknarflokksins hafnar því að flokkurinn sé með gylliboð. Á opnum fundi flokksins í dag sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að virki heimilin ekki sé samfélagið allt í hættu og því þurfi fyrst að bregðast við stöðu þeirra.

Icesave hafði áhrif á fylgið

Það eru margar töfralausnir í boði fyrir kosningar sem ekki standast skoðun. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, á opnum fundi flokksins í dag. Vísaði hann ekki síst til kosningaloforða Framsóknarflokksins.

Sungu í þágu Kulusuk

Það var nánast setið í hverju sæti í Eldborgarsal Hörpu í dag þegar bæði íslenskir og grænlenskir listamenn stigu þar á svið í þágu íbúa Kulusuk á Grænlandi sem misstu tónlistarhús þorpsins í eldsvoða fyrir hálfum mánuði.

Heyr lokabaráttuna við krabbann

Vilhjálmur Óli Valsson, sigurvegari í Mottumars árið 2013, segir að stjórnvöld þurfi að endurskoða forgangsröðunina hjá sér þegar komi að heilbrigðiskerfinu.

Kannast einhver við kisu?

Gestur á veitingastaðnum Roadhouse við Snorrabraut fann kött fyrir utan staðinn að lokinni máltíð sinni rétt fyrir fyrir hálftólf í gærkvöldi.

Sigur Rós í Jimmy Fallon

Íslenska hljómsveitin Sigur Rós frumflutti lagið Kveikur af samnefndri plötu sinni í spjallþætti Jimmy Fallon í gærkvöldi.

Hundaskítur til trafala í Borgarnesi

Hundaeigandi í Borgarnesi er orðinn langþreyttur á sóðaskap annarra hundaeigenda í bænum. Þeir þurfi að tína upp skít hunda sinna.

Skóla breytt í vistvæna skrifstofubyggingu

Höfuðstöðvar EFLU verkfræðistofu er fyrsta endurgerða byggingin á Íslandi sem hlýtur BREEAM vottun. BREEAM er alþjóðlega vottun á sjálfbærni bygginga og er samanburðarhæf um allan heim. Byggingin er í eigu Reita fasteignafélags og leigir EFLA húsnæðið.

Búðarþjófur ákærður

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir rán í tveimur verslunum í Vesturbæ Reykjavíkur sömu helgina í lok febrúar.

Bestar í upplestri

Þrjár stúlkur skipuðu efstu sætin í Stóru upplestrarkeppninni í Vesturbæ og Miðborg, en úrslitakeppnin fór fram í Ráðhúsinu í gær.

Kveikjum á kertum

Jarðarstund (e. Earth hour) fer fram í kvöld en um árlegan viðburð er að ræða sem fram fer í 150 löndum í þágu umhverfismála.

"Hér er erfitt að spila golf"

Bragi Benediktsson, bóndi á Grímsstöðum, segir að þegar hótel rísi á Grímsstöðum á Fjöllum verði hann farinn yfir móðuna miklu.

105 börn látið lífið vegna flensu

Talið er að 105 börn hafi látist í Bandaríkjunum í árlegri tíð inflúensu í Bandaríkjunum sem farið er að sjá fyrir endann á.

Ekki tilbúin að gera miklar málamiðlanir

Björt framtíð er ekki tilbúin að gera miklar málamiðlanir varðandi það að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í viðtali við Heiðu Kristínu Helgadóttur í Fréttablaðinu í dag.

"Það er sælla að gefa en þiggja!"

Jón Gnarr minnir á að ekki einu sinni Ísland sé eyland. Borgarstjórinn í Reykjavík segir að Íslendingar hafi skyldum að gegna við bræður sína og systur um allan heim.

Sex slösuðust í bílveltu

Sex ungir menn voru fluttir á slysadeild á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í morgun eftir að bíll valt á Þverárfjallsvegi í Norðurdal. Rúv greinir frá þessu.

Hvíthákarl lét til sín taka

Bryan Plummer og félagar komust í hann krappann á dögunum þegar þeir ákváðu að fara að kafa í fríi í Suður-Afríku.

Aðstæður fínar víða

Skíðasvæðin eru opin víða um land, í Hlíðarfjalli er opið frá klukkan tíu til fjögur og ágætar aðstæður.

Þorsteinn gagnrýnir framgöngu Davíðs á landsfundi

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur sætt andróðri í eigin röðum, um flest að ósekju. Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Yfir hundrað tíst hjá löggunni

Netverjar fengu heldur betur innsýn inn í störf lögreglu í nótt en hún sagði frá atburðum gærkvöldsins og næturinnar á twitter-bloggi sínu.

Fylgjast með útblæstri herflugvéla

Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum.

Foreldrar óttast um öryggi barna

Ýmsar brotalamir virðast vera á menntastefnunni skóla án aðgreiningar. Foreldri barns sem drengur með alvarlegar raskanir réðst á segir nemendur líða fyrir úrræðaleysi. Neitaði að setja son sinn í skólann fyrr en drengurinn fengi hjálp.

Ormagryfja misnotkunar opnaðist í kjölfarið á kæru

Þroskaskert kona segist hafa sætt langvarandi misnotkun stjúpa síns og tveggja bræðra hans á sveitabæ á Snæfellsnesi. Þegar upp komst um brot tengdasonar hennar gegn henni hófst víðtæk lögreglurannsókn.

Lögregluna vantar 3,5 milljarða á ári

Fjölga þarf lögreglumönnum um 236 á næstu fjórum árum, segir í skýrslu innanríkisráðherra um löggæslumál. Lögreglan þarf 14 milljarða í viðbót næstu fjögur ár.

Kindur staðnar að verki við spóaeggjaát

Íslensku sauðkindinni hefur verið kennt um ýmislegt í gegnum tíðina en nú hafa náðst myndir af kindum að éta spóaegg úr hreiðrum. Líffræðingur segir ekki hægt að fullyrða um hversu stórtæk kindin er en það megi rannsaka nánar.

Að hefja sig upp yfir vanvirðingu

Björt framtíð er einn þeirra nýju flokka sem bjóða fram í vor. Fréttablaðið hitti Heiðu Kristínu Helgadóttur, stjórnarformann flokksins, og fór yfir helstu málin, sem snúast helst um að breyta stjórnmálamenningunni og auka virðingu.

Fjölskyldan komin í fyrsta sæti

Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Magnúsi Geir Þórðarsyni. Hann eignaðist son í janúar og heldur heimili ásamt konu sinni Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur á tveimur stöðum. Frumsýning Mary Poppins var svo hápunktur á vel heppnuðu leikári.

Fékk ekki afgreiðslu og hringdi í lögregluna

"Þetta hefur gengið rosalega vel. Það er einhver reitingur og mér sýnist að þetta sé dæmigert kvöld - enn sem komið er,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

"Þetta er þakklætisvottur"

Íslenskir kvikmyndagerðarmenn fagna auknum framlögum í Kvikmyndasjóð Íslands með viðeigandi hætti. Landsmönnum verður boðið í bíó núna um helgina og gefst færi á að sjá helstu perlur íslenskrar kvikmyndasögu.

Fríríki inn í miðri borg?

Formaður borgarráðs Reykjavíkur undrast frumvarp forseta Alþingis þar sem lagt er til að ráðherra fái skipulagsvald á stóru svæði í miðborginni. Hann efast um að frumvarpið standist stjórnarskrá.

Tólf nýir strætisvagnar

Strætó bs. hefur fest kaup á 12 nýjum strætisvögnum sem koma í þjónustu fyrirtækisins frá og með næstu vetraráætlun sem hefst þann 18. ágúst næstkomandi. Í tilkynningu segir að kaupin séu liður í reglubundinni endurnýjun á vagnakosti fyrirtækisins. Verðmæti kaupanna nemur rúmum 400 milljónum króna.

Nágranni hringdi á sjúkrabíl

Faðir, sem grunaður er um að hafa orðið valdur að dauða fimm mánaða gamallar dóttur sinnar, neitar sök. Nágranni mannsins hringdi á sjúkrabíl.

Magnús vildi taka sjálfur við ákærunni í Lúxemborg

Sérstakur saksóknari hefur lokið við að birta öllum sakborningum sem ákærðir eru vegna starfa sinna fyrir Landsbankann og Kaupþing ákæru. Síðasta ákæran var birt í morgun með aðstoð lögregluyfirvalda í Lúxemborg.

Lögreglan ætlar að „tísta“ um öll verkefni sín í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu muna taka þátt í svokölluðu tíst-maraþoni í kvöld og í nótt. Ekki er lögreglan að fara að tísta eins og smáfugl heldur ætlar embættið að tala þátt í alþjóðlegu Twitter-maraþoni þar sem tæplega 200 lögreglumenn um allan heim mun skrifar Twitter-færslur um verkefni sín.

Töluverður verðmunur á páskaeggjum

Algengast er að 20-30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem Verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni og má finna á heimasíðu sambandsins.

Sjá næstu 50 fréttir