Fjöruferð gaf tennur og hausa af rostungi Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2013 06:00 Stærsti hausinn er af fullorðnu dýri og er vel á annan tug kílóa. „Ég og synir mínir vorum að ganga á ströndinni þegar við hnutum um heilan rostungshaus með tveim tönnum. Eitthvað fórum við að snuðra þarna um og þá fann ég stóra tönn og bráðlega annan haus, aðeins minni, og svo þann þriðja," segir Örn Erlendsson, forstjóri Triton, sem fann þrjá rostungshausa og stakar rostungstennur í fjörunni við sumarhús sitt í Staðarsveit á Snæfellsnesi í apríl 2008. Örn segir að innan um rostungshausana hafi verið þó nokkuð af hvalbeini. Það segir hann ekki óalgengan fund í fjörunni í Staðarsveit en rostungshausa, eða tennur, hefur hann ekki fundið fyrr eða síðar. Hann segir að tíu dögum fyrir fundinn hafi gert sunnan og suðvestan rok ofan í stórstraum. „Það virðist sem þessu hafi skolað á land í óveðrinu á afmörkuðu svæði," segir Örn. Fundur sem þessi sætir tíðindum og er jafnvel einstakur á Íslandi. Rostungstennur voru nefndar fílabein norðursins fyrr á tíð, svo verðmætar voru þær. Tennur frá Grænlandi voru taldar gersemi og þóttu gjaldgengar sem gjafir til konunga á miðöldum. Eftir því sem næst verður komist er sjaldgæft að rostungstennur finnist hérlendis, hvað þá vel tenntar hauskúpur, fleiri en ein. Þær finnast þó annað slagið og helst á Snæfellsnesi. Eins hafa fundist tennur við fornleifauppgröft, eins og í skálanum í Aðalstræti í Reykjavík á sínum tíma. Örn segir að líffræðingar hafi ekki rannsakað tennurnar til að freista þess að skýra gátuna um fundinn. „En ég var svo upprifinn eftir að ég fann þetta að ég hafði samband við Náttúrufræðistofnun. Það var haft á orði að mjög kostnaðarsamt væri að aldursgreina þetta og þeir væru peningalitlir. Það var ekki sóst eftir því að líta á þetta hjá mér," segir Örn. Hann segist ekki hafa gert frekari tilraunir til að koma gripunum í hendur sérfræðinga, heldur gert aðrar ráðstafanir. „Ég setti þá á statíf og gaf sonum mínum þessa gripi. Þeir hafa hausana til skrauts í stofunni hjá sér," segir Örn. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég og synir mínir vorum að ganga á ströndinni þegar við hnutum um heilan rostungshaus með tveim tönnum. Eitthvað fórum við að snuðra þarna um og þá fann ég stóra tönn og bráðlega annan haus, aðeins minni, og svo þann þriðja," segir Örn Erlendsson, forstjóri Triton, sem fann þrjá rostungshausa og stakar rostungstennur í fjörunni við sumarhús sitt í Staðarsveit á Snæfellsnesi í apríl 2008. Örn segir að innan um rostungshausana hafi verið þó nokkuð af hvalbeini. Það segir hann ekki óalgengan fund í fjörunni í Staðarsveit en rostungshausa, eða tennur, hefur hann ekki fundið fyrr eða síðar. Hann segir að tíu dögum fyrir fundinn hafi gert sunnan og suðvestan rok ofan í stórstraum. „Það virðist sem þessu hafi skolað á land í óveðrinu á afmörkuðu svæði," segir Örn. Fundur sem þessi sætir tíðindum og er jafnvel einstakur á Íslandi. Rostungstennur voru nefndar fílabein norðursins fyrr á tíð, svo verðmætar voru þær. Tennur frá Grænlandi voru taldar gersemi og þóttu gjaldgengar sem gjafir til konunga á miðöldum. Eftir því sem næst verður komist er sjaldgæft að rostungstennur finnist hérlendis, hvað þá vel tenntar hauskúpur, fleiri en ein. Þær finnast þó annað slagið og helst á Snæfellsnesi. Eins hafa fundist tennur við fornleifauppgröft, eins og í skálanum í Aðalstræti í Reykjavík á sínum tíma. Örn segir að líffræðingar hafi ekki rannsakað tennurnar til að freista þess að skýra gátuna um fundinn. „En ég var svo upprifinn eftir að ég fann þetta að ég hafði samband við Náttúrufræðistofnun. Það var haft á orði að mjög kostnaðarsamt væri að aldursgreina þetta og þeir væru peningalitlir. Það var ekki sóst eftir því að líta á þetta hjá mér," segir Örn. Hann segist ekki hafa gert frekari tilraunir til að koma gripunum í hendur sérfræðinga, heldur gert aðrar ráðstafanir. „Ég setti þá á statíf og gaf sonum mínum þessa gripi. Þeir hafa hausana til skrauts í stofunni hjá sér," segir Örn.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira